Ferill 439. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 439 . mál.


785. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um flugsamgöngur til Vopnafjarðar.

    Eru uppi áform um það hjá flugmálayfirvöldum að leggja af áætlunarflug til Vopnafjarðar?
    Af hálfu flugmálayfirvalda eru engin áform uppi um að leggja niður áætlunarflug til Vopnafjarðar. Hin óheppilegu ummæli, sem höfð eru eftir Gunnari Oddi Sigurðssyni, umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Norðurlandi, hafa við engin rök að styðjast. Þeim sveitarstjórnum á Norðausturlandi sem málið varðar sérstaklega hefur verið skýrt frá því.

    Hver er afstaða samgönguráðherra til þess og til þróunar flugsamgangna á Norðausturlandi?
    Ráðherra hefur hvorki haft í hyggju að beita sér fyrir því að áætlunarflug til Vopnafjarðar né annarra staða á Norðausturlandi verði lagt niður. Ekki eru uppi hugmyndir um að breyta þjónustustigi á flugvöllum þar nyrðra og unnið verður að flugvallargerð og uppsetningu flugöryggisbúnaðar í samræmi við flugmálaáætlun.