Ferill 611. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 611 . mál.


1041. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um kostnað við snjómokstur yfir Fjöllin veturinn 1993–94.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hver er orðinn heildarkostnaður við snjómokstur á leiðinni yfir Fjöllin milli byggða í Mývatnssveit og á Jökuldal veturinn 1993–94?
    Hvaða tækjakostur er notaður við moksturinn og hvernig er að honum staðið að öðru leyti?
    Hversu oft hefur leiðin verið opnuð og hversu lengi hefur hver opnun notast til umferðar að meðaltali?
    Hvernig hafa snjóalög verið á þessu tímabili miðað við meðaltalsaðstæður á liðnum árum?


Skriflegt svar óskast.