Ferill 532. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 532 . mál.


1044. Breytingartillögur



við frv. til l. um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl.

Frá iðnaðarnefnd.



    Við 1. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðinu „orkunotkun“ komi: og hávaðamengun.
         
    
    Í stað orðsins „annars“ í lok greinarinnar komi: annað.
    Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „kveðið er á um“ í lok fyrri málsgreinar komi: kveðið skal á um.
         
    
    Í stað orðsins „notaðra“ í síðari málsgrein komi: endursölu notaðra.
    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðinu „orkunýtni“ í 1. málsl. fyrri málsgreinar komi: og hávaða.
         
    
    Orðin „er tengjast tækjum“ í 2. málsl. fyrri málsgreinar falli brott.
    Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „tæknilegar upplýsingar“ í upphafi 1. mgr. komi: tæknileg gögn.
         
    
    Á eftir 4. tölul. fyrri málsgreinar komi nýr töluliður, svohljóðandi: Lýsingu á mælingum og könnunum á hávaða.
         
    
    Lokamálsgreinin orðist svo:
                            Birgðasali skal hafa þessi gögn til reiðu vegna skoðunar í fimm ár frá því tækið var síðast framleitt.
    Við 5. gr. Síðari málsgrein orðist svo:
                  Óheimilar eru merkingar sem samrýmast hvorki ákvæðum þessara laga né reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra.
    Við 6. gr. 1. málsl. orðist svo: Iðnaðarráðherra fer með framkvæmd laga þessara.
    Við 7. gr. Greinin orðist svo:
                  Ef ástæða er til að ætla að upplýsingar, sem veittar hafa verið, séu rangar er eftirlitsaðilum, sbr. 6. gr., heimilt að krefja birgðasala eða seljendur um gögn sem nauðsynleg eru við eftirlit. Jafnframt er þeim heimilt að krefjast þess að eintak vöru og umbúða verði lagt fram til skoðunar.
    Við 9. gr. Í stað orðanna „meðferð þeirra“ í síðari málsgrein komi: meðferð slíkra brota.
    Við 10. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.