Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 593 . mál.


1080. Svar



iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðna Ágústssonar um framlög Iðnlánasjóðs.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
    Til hverra ráðstafaði Iðnlánasjóður af tekjum sínum af iðnlánasjóðsgjaldi 1992, til hvers voru framlögin ætluð og hve mikið fengu þeir hver um sig?
    Óskað er eftir samsvarandi upplýsingum fyrir árin 1990 og 1991, sem og síðasta ár, 1993.


    Eins og fram kemur í ársreikningum Iðnlánasjóðs (athugasemdum) er framlögum skipt í þrjá höfuðflokka: 1. Framlag til markaðsmála. 2. Lánum breytt í framlög vegna vöruþróunar og markaðsmála. 3. Framlag til hagrannsókna. (Sjá skiptingu eftir flokkum fyrir árin 1990–1993.)

1. Framlag til markaðsmála.
    Þessi flokkur hefur að geyma styrki til markaðsmála til einstakra fyrirtækja og samstarfsverkefna þar sem Iðnlánasjóður er þátttakandi. Meðal samstarfsverkefna má nefna verkefni á sviði vöruþróunar í samvinnu við Iðntæknistofnun, Frumkvæði>Framkvæmd sem rekið er í samvinnu við Iðntæknistofnun og Snjallræði þar sem Iðnþróunarsjóður og iðnaðarráðuneyti koma einnig við sögu. Þá hefur verkefnið Útflutningsaukning & hagvöxtur verið rekið í samvinnu við Útflutningsráð allar götur frá árinu 1990.
    Árið 1990 nutu alls um 80 aðilar styrkja samtals að upphæð 50,6 millj. kr., árið 1991 44 aðilar 31,6 millj. kr., árið 1992 40 aðilar 33,1 millj. kr. og 1993 65 aðilar 41,3 millj. kr.
    Tiltölulega jöfn skipting er á dreifingu styrkja og engin einn aðili hefur notið meira en 10% af heildarstyrkjum.
    Frá árinu 1990 hafa 48 fyrirtæki tekið þátt í verkefninu Frumkvæði>Framkvæmd. Á sama tíma hafa 36 fyrirtæki tekið þátt í Útflutningsaukning & hagvöxtur og 25 fyrirtæki í sérstökum vöruþróunarverkefnum.

2. Lánum breytt í framlög vegna vöruþróunar og markaðsmála.
    Þau lán sem vöruþróunar- og markaðsdeild veitir eru áhættulán. Lánum vegna verkefna sem ekki heppnast, með öðrum orðum að vara vinnur sér ekki markaðsfestu, er breytt í óafturkræfan styrk.
    Árið 1990 var lánum vegna 13 verkefna breytt í óafturkræfan styrk, samtals 37,4 millj. kr., árið 1991 vegna 24 verkefna að upphæð 79,9 millj. kr., árið 1992 vegna 18 verkefna, samtals 58,1 millj. kr. og 1993 vegna 9 verkefna eða 19,3 millj. kr.

3. Framlag til hagrannsókna.
    Undir þessum lið eru færð framlög Iðnlánasjóðs samkvæmt sérstöku ákvæði í lögum um sjóðinn en þar segir: „Verja skal 10% af árlegu iðnlánasjóðsgjaldi frá 1. janúar 1968 til að greiða fyrir hagrannsóknum í þágu iðnaðarins og aðgerðum sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu. Stjórn sjóðsins ráðstafar þessu fé í samráði við Félag íslenskra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna.“
    Þessi framlög hafa verið greidd beint til Félags íslenskra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna þeim til ráðstöfunar.

Iðnlánasjóður, vöruþróunar- og markaðsdeild.


(Framlög í þús. kr.)



1993

1992

1991

1990



Framlag til markaðsmála     
41.331
33.056 31.621 50.648
Lánum breytt í framlög vegna vöruþróunar
   og markaðsmála     
19.252
58.062 79.598 37.444
Framlag til hagrannsókna     
18.015
15.500 3.016 2.792

Samtals     
78.598
106.618 114.236 90.884