Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 321 . mál.


1089. Nefndarálit



um till. til þál. um rannsóknir á atvinnulífi og náttúruauðlindum í Öxarfjarðarhéraði.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk um hana umsagnir frá ferðamálaráði, Byggðastofnun, Kelduneshreppi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Nefndin fjallaði samhliða um tillögu um rannsóknir háhitasvæða í Öxarfjarðarhéraði, 320. mál þingsins. Nefndin telur eðlilegt að sérstök könnun á háhitasvæðum í Öxarfjarðarhéraði fari fram sem hluti af þeirri heildarkönnun á náttúruauðlindum og atvinnuþróun í Öxarfjarðarhérði sem hér er gerð tillaga um.
    Gísli S. Einarsson, Páll Pétursson, Guðjón Guðmundsson og Kristín Einarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 27. apríl 1994.



Svavar Gestsson,

Finnur Ingólfsson.

Tómas Ingi Olrich.


form., frsm.



Sigríður A. Þórðardóttir.

Pálmi Jónsson.