Ferill 460. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 460 . mál.


1161. Nefndar

álit

um frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið með svipuðum hætti og verið hefur á undanförnum löggjafarþingum. Kannað var hvort umsóknir, sem nefndinni bárust, uppfylltu þau skilyrði sem allsherjarnefnd hefur sett fyrir veitingu ríkisfangs, sbr. þskj. 910 frá 112. löggjafarþingi. Til að auðvelda málsmeðferð fóru formaður og tveir nefndarmanna yfir umsóknir sem bárust nefndinni áður en nefndin í heild fjallaði um einstakar umsóknir með tilliti til fyrrgreindra skilyrða.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 28. apríl 1994.



Sólveig Pétursdóttir,

Gísli S. Einarsson.

Jón Helgason.


form., frsm.



Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.

Tómas Ingi Olrich.



Kristinn H. Gunnarsson.

Ey. Kon. Jónsson.

Ingi Björn Albertsson.