Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 557 . mál.


1192. Breytingartillögur



við frv. til l. um húsaleigubætur.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (RG, GE, EKG, EH, GuðjG, ISG, JónK, IP).



    Við 5. gr. Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Dveljist maður hérlendis við nám utan þess sveitarfélags þar sem hann átti lögheimili er námið hófst og á þar skráð aðsetur getur viðkomandi átt rétt til húsaleigubóta þrátt fyrir skilyrði 1. mgr. um lögheimili í leiguíbúð. Umsókn um bætur skal send því sveitarfélagi þar sem námsmaður á lögheimili óháð aðsetri, enda hafi sveitarfélagið tekið ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta.
    Við 6. gr. Í stað „barn nær 16“ í 3. mgr. komi: „ungmenni nær 18“.