Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 557 . mál.


1228. Breytingartillögur



við frv. til l. um húsaleigubætur.

Frá Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Kristjánssyni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur


og Kristni H. Gunnarssyni.



    Í stað ákvæðis til bráðabirgða komi tvö ný bráðabirgðaákvæði sem orðist svo:
    (I.)
                  Við samþykkt laga þessara skal þegar hafin athugun á vegum félags- og fjármálaráðuneyta á breytingu á skattlagningu leigutekna, með hliðsjón af skattlagningu vaxtatekna sem hvetji til útleigu íbúða. Tillögur liggi fyrir 1. október 1994.
    (II.)
                  Lög þessi skulu endurskoðuð innan tveggja ára og miði endurskoðun að því að húsaleigubætur verði almennur réttur. Réttur einstaklinga til vaxtabóta og húsaleigubóta verði sambærilegur.