Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 201 . mál.


1267. Breytingartillögur



við frv. til l. um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar (PBald, FI, ÁRÁ, GJH, LMR, ÓRG).



    Við 2. gr. Á eftir fyrri málsgrein komi ný málsgrein er orðist svo:
                  Ákvæði laga þessara taka hvorki til hvala né sela en um þær tegundir gilda sérstök lög.
    Við 6. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                  Villt dýr, þar með talin þau sem koma reglulega eða kunna að berast til landsins, eru friðuð nema annað sé tekið fram í lögum þessum. Um innflutning dýra gilda lög nr. 54/1990.
    Við 7. gr. Í stað orðanna „skv. VI. kafla“ í 1. mgr. komi: samkvæmt lögum þessum.
    Við 9. gr.
         
    
    Í stað orðsins „þvíumlíkt“ í 3. tölul. komi: áþekka hluti.
         
    
    Á eftir orðhlutanum „fýls-“ í 3. tölul. komi orðhlutinn: súlu-.
         
    
    Í stað orðanna „nema til kópaveiða og“ í 4. tölul. komi: nema.
         
    
    14. tölul. orðist svo: Sjálfvirk skotvopn, svo og handhlaðnar fjölskotabyssur og hálfsjálfvirk skotvopn, með skothylkjahólfum sem taka fleiri en tvö skothylki.
    Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                  Óheimilt er að eyðileggja greni. Ekki má láta hunda hlaupa um á greni á grenjatímanum né hafa þar óþarfa umgang. Sveitarstjórnir skulu halda skrá yfir öll þekkt greni í sínu umdæmi ásamt lýsingu á þeim og skulu afrit af skránum varðveitt hjá veiðistjóraembættinu.
                  Þar sem umhverfisráðherra ákveður, að fengnum tillögum veiðistjóraembættis, að nauðsynlegt sé að láta veiða refi til þess að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum, sbr. 7. gr., er sveitarstjórn skylt að ráða skotmann til grenjavinnslu og skal hann hafa með sér aðstoðarmann. Þar sem veiðistjóraembætti og sveitarstjórn þykir betur henta má skipuleggja refaveiðar að vetrarlagi í stað grenjavinnslu og fela þá skotmanni með sama hætti framkvæmdina. Eigi fleiri sveitarfélög sameiginlegt upprekstrarland skulu sveitarstjórnir fela stjórn viðkomandi upprekstrar- eða fjallskilafélags umsjón refaveiða samkvæmt þessari málsgrein.
                  Á svæðum þar sem friðun refa hefur verið aflétt, sbr. 7. gr., eru refaveiðar utan grenjatíma öllum heimilar sem til þess hafa leyfi samkvæmt lögum.
                  Umhverfisráðherra ákveður árlega viðmiðunartaxta launa til skotmanna og aðrar greiðslur fyrir unna refi sem veiddir eru skv. 2. og 3. mgr. Viðkomandi sveitarstjórnir skulu árlega gefa skýrslur til veiðistjóraembættis um refaveiðar og kostnað við þær hver á sínu svæði og endurgreiðir ríkissjóður þá helming kostnaðar við veiðarnar eftir viðmiðunartöxtum. Umhverfisráðherra getur í samráði við veiðistjóra heimilað sveitarstjórnum að ráða skotmenn til refaveiða á tilteknum svæðum til viðbótar þeim sem ákvörðuð hafa verið skv. 2. mgr. og falla þau þá ekki undir greiðsluskyldu ríkissjóðs.
                  Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. mega bændur og æðarræktendur, eða aðilar á þeirra vegum, skjóta refi sem búfénaði eða æðarvarpi stafar hætta af. Skal viðkomandi tilkynna skotmönnum, sbr. 2. mgr., um slíka veiði svo fljótt sem auðið er.