Embættisfærsla umhverfisráðherra

87. fundur
Mánudaginn 06. febrúar 1995, kl. 17:01:03 (3955)


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill upplýsa að það var beiðni þingflokks Alþfl. að hæstv. ráðherra fengi jafnlangan tíma og hv. 4. þm. Austurl. með tilliti til þess að efni tillögunnar væri beint að hæstv. ráðherra. Í 44. gr. þingskapa, eins og ég las upp áðan, segir: ,,Forseti getur ákveðið frávik frá þessari málsmeðferð`` --- sem er hin venjulega --- ,,ef fyrir liggur rökstudd beiðni þingflokks þar að lútandi. Hver þingflokkur hefur rétt til að bera slíka beiðni fram við forseta einu sinni á hverju þingi.``
    Þingflokkur Alþfl. mun ekki hafa farið fram á slíka beiðni fyrr og forseti mat það svo að við þessu væri unnt að verða. En forseti hefur jafnframt ákveðið að umræðan haldi nú áfram að venjulegum fundarsköpum, þ.e. að menn hafi framvegis átta mínútur hver.