Norðurlandasamningur um baráttu gegn mengun sjávar

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 16:28:03 (4978)


[16:28]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir till. til þál. um staðfestingu Norðurlandasamnings um samvinnu í baráttu gegn mengun sjávar af völdum olíu og annarra skaðlegra efna.
    Með þessari þáltill. fer ríkisstjórnin þess á leit að Alþingi heimili staðfestingu samnings milli Danmerkur, Íslands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um samvinnu í baráttunni gegn mengun sjávar af völdum olíu eða annarra skaðlegra efna. Samningur þessi var undirritaður í Kaupmannahöfn 29. mars 1993, en samningurinn er birtur sem fskj. með þáltill. þessari.
    Að lokinni þessari umræðu legg ég til að samningnum verði vísað til hv. utanrmn.