Staða ríkisstjórnarinnar

5. fundur
Mánudaginn 10. október 1994, kl. 18:51:35 (160)


[18:51]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ef ég hef ekki tekið einhverjum góðum tillögum af hálfu þeirra kvennalistakvenna þá þykir mér það miður og skal hlusta betur á það í framtíðinni. Varðandi hins vegar hátekjuskattinn, sem svo er kallaður og er enginn hátekjuskattur, millitekjuskattur væntanlega, sem menn hafa talað um og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að vera ekki með inni á plani hjá sér nú þá vek ég athygli á því að þessi ríkisstjórn setti á slíkan skatt. Það var meira en fyrri ríkisstjórn gerði. Eða fyrri fjmrh. til að mynda, vinstri stjórnin. Þessi stjórn hefur sett þennan skatt. Þeir sem formæla okkur fyrir að vilja ekki hafa hann nema tvö ár, láta lög standa, höfðu ekki uppburð í sér til að setja slíkan skatt. Það er athyglisvert og menn ættu að hafa það í huga.