Fréttaflutningur ríkissjónvarpsins af verðmun á landbúnaðarvörum

16. fundur
Fimmtudaginn 20. október 1994, kl. 14:06:52 (649)

[14:06]
     Egill Jónsson :
    Það eru auðvitað miklar sakir sem á menn eru bornar með þeim hætti að það sé reikniskekkja frá 20 kg niður í 20 egg sem á að fara að matreiða. Það er alveg ómögulegt annað en að vekja athygli á reiknisnilli hv. þm. Guðna Ágústssonar og ég hygg reyndar að aðrar tölur sem hann tilgreindi í sinni ræðu hafi verið mjög í samræmi við þetta. ( GÁ: Lestu skýrslu háskólans.) Þannig að það er mjög mikilvægt fyrir þennan hv. þm. að taka sig nú til áður en hann kemur næst í ræðupontu og láta einhverja reiknisfæra menn fara yfir hans tölur svo hann verði sér ekki oftar til skammar að þessu leyti.
    ( Forseti (SalÞ) : Hv. þm. er ekki að bera af sér sakir og forseti er ósáttur við að menn noti þennan þátt í þingsköpum með þessum hætti og vonar að það komi ekki fyrir aftur.)