Flutningur ríkisstofnana út á land

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 14:04:41 (1061)


[14:04]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Nú var hæstv. iðnrh. aldeilis heppinn að ég skyldi mismæla mig og segja veiðimálastjóri í staðinn fyrir veiðistjóri, enda var það uppistaðan í síðara svari hans um flutning aðalstöðva Rafmagnsveitna ríkisins á Austurland. Þessi umræða er náttúrlega skólabókardæmi um útúrsnúninga af hendi hæstv. ráðherra sem kom til af því að hann er alveg rökþrota í málinu. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin hefur verið að setja af stað verk af einhverjum ástæðum sem hún ætlaði sér aldrei að fylgja eftir.