Útflutningur hrossa

35. fundur
Fimmtudaginn 17. nóvember 1994, kl. 16:25:27 (1624)


[16:25]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. landbrh. fyrir það frumkvæði sem hann hefur sýnt í þessu máli að taka það upp við kollega sinn og ég heiti á hann að fylgja þessu eftir við utanrrh. Þetta svar gefur ekki tilefni til þess að fylgnin hafi verið mikið, þ.e. að áhugi utanrrh. á málinu sé verulegur. Hæstv. landbrh. veltir því fyrir sér hvaða gagnkröfur kunni að koma þarna sem andsvar. Ég trúi að hæstv. utanrrh., með tilliti til ferils hans, standi beinlínis fyrir því að það verði gerðar gagnkröfur, beinlínis að hafa frumkvæði að því að það verði gerðar gagnkröfur á íslenskan landbúnað. Hæstv. utanrrh. hælir sér nefnilega af því að vera að koma landbúnaðarstefnu Alþfl. í framkvæmd á Ísland utan frá. Sem utanrrh. standi hann vel að vígi að fá framgengt stefnu Alþfl. til margra ára um óheftan innflutning búvara.