Framkvæmdir við álver í kjölfar hækkaðs álverðs

41. fundur
Miðvikudaginn 23. nóvember 1994, kl. 14:10:12 (1887)


[14:10]
     Jóhann Einvarðsson :
    Virðulegur forseti. Ég þakka ráðherranum fyrir hans svör. Þetta lá náttúrlega nokkuð ljóst fyrir það sem hann var að upplýsa hér en staðreyndin er samt sú að í hugum margra íbúa þessa svæðis hefur legið fyrir loforð ríkisstjórnarinnar um að málið yrði tekið upp aftur við 1.700 dollara markið og það er komið vel yfir það. Það liggur líka fyrir að verksmiðjan hér er talin af ýmsu leyti hagkvæmari í rekstri heldur en margar þessar eldri verksmiðjur, ég tala nú ekki um í Rússíá, þannig að það kemur mér á óvart ef þetta er einhlít skýring sem ráðherrann gefur og þýðir einfaldlega það að ríkisstjórnin er búin að leggja þessu máli a.m.k. um ókomna framtíð.