Lyfjalög

42. fundur
Fimmtudaginn 24. nóvember 1994, kl. 15:20:28 (1969)


[15:20]
     Margrét Frímannsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil minna á að í hv. heilbr.- og trn. var rætt um þetta samkomulag og hugmyndin að samkomulaginu kom fram þar fyrst. Að segja það að hér hafi verið reynt að koma í veg fyrir mál af pólitískum ástæðum og með málþófi er rangt og ég hvet þá hv. þm. sem halda því fram að fara yfir umræðuna alla vegna þess að hún var afar málefnaleg. Menn lögðu mikla vinnu í þetta mál því það varðar okkur öll afar miklu. Og það sýnir bara það sem við erum að gera í dag. Við erum í dag að leggja fram breytingar á þessum lögum og það sýnir að það hefði þurft að eyða í þetta aðeins meiri tíma og aðeins meiri vinnu.