Fyrirspurn um launaþróun sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga

43. fundur
Mánudaginn 28. nóvember 1994, kl. 16:39:17 (1985)


[16:39]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
    Virðulegi forseti. Í tilefni ræðu hv. þm. vil ég taka það fram að um helgina komu fram kröfur af hálfu Sjúkraliðafélags Íslands sem ég tel að sé áfangi í átt til samkomulags. Vegna fyrirspurna sem liggja fyrir skal þess getið að tvær fyrirspurnir sem svara á munnlega eru til athugunar og úrvinnslu í fjmrn. en voru ekki tilbúnar enda er ekki langt síðan þær komu fram og þeim var dreift á hinu háa Alþingi. Ef hv. þm. sýnist svo þá er einfalt að verða við tilmælum hans með því að breyta fsp. þannig að beðið sé um skriflegt svar og þá get ég áreiðanlega, eftir þeim upplýsingum sem ég hef, dreift þessu svari á næstu dögum og alveg örugglega í þessari viku þannig að hv. þm. þarf ekki að bíða til næsta mánudags.
    Ég hygg að það sé eðlilegasti framgangsmátinn og ég veit að það ætti að vera hægt að svara fsp. eftir örfáa daga en það hefur aldrei staðið til að svara ekki þessari fsp. Það stóð einungis þannig á að svarið var ekki tilbúið í dag enda er fsp. tiltölulega nýkomin fram.