Tengsl ferðaþjónustu við íslenska sögu

49. fundur
Mánudaginn 05. desember 1994, kl. 15:09:34 (2176)

[15:09]
     Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Vorið 1993 var samþykkt þáltill. um tengsl ferðaþjónustu við íslenska sögu. Sú

tillaga fól í sér að skipuð yrði nefnd til að kanna hvernig mætti tengja betur íslenska sögu, menningu, þjóðhætti og fleira sem því tengist við ferðaþjónustu. Nú hef ég ekki orðið vör við að sú nefnd hafi verið skipuð eða að tillögunni hafi verið fylgt eftir af hálfu ráðuneytisins eða hæstv. samgrh. Því beini ég eftirfarandi fyrirspurn til hans:
    Hvað líður framkvæmd þingsályktunartillögu um tengsl ferðaþjónustu við íslenska sögu og sögustaði sem samþykkt var á Alþingi 6. maí 1993?