Lyfjaverslun Íslands hf.

50. fundur
Þriðjudaginn 06. desember 1994, kl. 18:49:43 (2244)


[18:49]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tel að það sé einsýnt að það geti ekki verið annað en einhvers konar samband á milli þess þegar þessi tvö fyrirtæki draga málshöfðanir sínar til baka hvort gegn öðru og það hljóti að vera einhvers konar samkomulag um það að berjast á markaðnum en ekki með lagakrókum, en hvaða hlut eða hvort ráðuneytið á einhvern hlut að þessu máli, það ætla ég ekkert að dæma eitt né neitt um. Auðvitað var ráðuneytið og hæstv. sjútvrh. og auk þess hæstv. fjmrh. eða forsrh. í hans forföllum alveg í kafi á því að afgreiða þessi mál á sínum tíma og við vitum það að Andri hf. tekur ákvörðun um það að fara í það að byggja þessa verksmiðju sem segir ekki lítið um það hvers virði í raun og veru SR-mjöl hf. er með sínar fjórar verkmsiðjur að menn skuli leggja út í að byggja nýja verksmiðju upp á heilan milljarð króna til þess að fara í þessa samkeppni. Það segir ekki lítið um það hvaða fjármuni menn hafa haft þarna á milli handanna og selt fyrir litla peninga.