Framlag til vegamála

51. fundur
Miðvikudaginn 07. desember 1994, kl. 14:05:10 (2327)


[14:05]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
    Virðulegi forseti. Á bls. 342 er fjallað um vegamálin eins og hv. fyrirspyrjandi gat um. Það er rétt sem kemur fram hjá honum að skerðing á tekjum til vegamála er 275 millj. kr. í fjárlagafrv. Þess ber að

geta þegar um þetta er rætt að á yfirstandandi ári munu bætast við 350 millj. kr. til Vestfjarðaganga í fjáraukalögum og ríkisstjórnin hefur samþykkt að bæta við á næstu fjórum árum 3.500 millj. kr. sem er sérstakt átak í vegamálum. Þar af koma inn 1.250 millj. kr. útgjöld á næsta ári. Allt eru þetta vegaframkvæmdir umfram það sem ella hefðu orðið og vegáætlun mun verða lögð fram innan tíðar af hálfu samgrh. þar sem nánar er gerð grein fyrir þessu.
    Varðandi það hvernig endurgreiða skuli vegna átaks umliðinna ára þá hefur það margoft komið fram að hugmyndin var sú að það kæmi til frádráttar síðar. Það hefur aldrei verið sagt nákvæmlega hvenær það yrði en við það hefur verið miðað að það gerðist þegar betur áraði og efnahagur landsins batnaði. Það ber að skilja orðalagið á bls. 342 í ljósi þessa.