Átak í málefnum barna og ungmenna

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 16:50:33 (2441)


[16:50]
     Flm. (Jóna Valgerður Kristjánsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er í sjálfu sér ekkert ósammála því að sett séu einhver tímamörk á þetta og dagsetningar. En ég vil samt aftur minna á það sem stendur hér í tillögunni. Það segir að Alþingi álykti að fela félmrh. að láta gera fjögurra ára framkvæmdaáætlun, ekki bara áætlun heldur sem sagt framkvæmdaáætlun og þá áætlun á auðvitað að framkvæma og hún á að framkvæmast á fjórum árum. En mér finnst það ekki skipta höfuðmáli hvort hún byrjar endilega 1. júní eða 1. jan. heldur að þetta séu framkvæmdir sem eigi að gera.