Fjáraukalög 1994

54. fundur
Mánudaginn 12. desember 1994, kl. 15:10:23 (2536)


[15:10]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég get tekið undir það sem kom fram í skýringu með greininni áðan. Verið er að lækka fjármagn til lánasjóðsins í stað þess að gefa svigrúm til þess að leiðrétta þær óréttlátu reglur sem stjórn lánasjóðsins hefur sett sér við úthlutun á fjármagni og það hefði getað komið námsmönnum til góða. Þess vegna erum við á móti því að lækka framlag til lánasjóðsins um þetta.