Samningur um breytingar á tilteknum samningum EFTA-ríkjanna

63. fundur
Mánudaginn 19. desember 1994, kl. 17:55:16 (2907)



[17:55]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég var ekki beinlínis að spyrja um það hvernig á þessu misvísandi orðalagi stæði heldur var ég að spyrja hvar málið væri statt, aðild Liechtenstein, hverjar væru horfurnar á því að Liechtenstein gerðist aðili og vitnaði í það að í þáltill. væri talað í öðru orðinu þangað til og hinu orðinu ef og hvort það þýddi að það væri alveg óljóst enn þá hver niðurstaðan yrði úr því, hvort Liechtenstein yrði aðili að og ef það væri ekki alveg óljóst enn þá hvað mundi þá verða langt þangað til það gerðist.