Fjáraukalög 1994

66. fundur
Miðvikudaginn 21. desember 1994, kl. 12:24:31 (3010)


[12:24]
     Eggert Haukdal (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er ástæða til að undirstrika og endurtaka með hv. 3. þm. Austurl. að lokaorð í nál. meiri hluta fjárln. eru marklaus. Þótt títtnefndur meiri hluti nefndarinnar vilji áframhaldandi áhrif hæstv. utanrrh. í landbúnaðarmálum þá ræður nú þessi lokaði klúbbur ekki þeim hlutum.
    Út af orðum hv. þm. um að ég vildi endurskoða jarðræktarlög þá finnst mér það eðlilegt, en að sjálfsögðu ber að halda þar inni nauðsynlegum hlutum eins og ég gat um fyrr. Hér hefði átt nú að endurgreiða skuld frá 1992 að fullu, undir það tek ég með hv. þm. En það eru þrír landbúnaðarráðherrar, fyrstur byrjaði hv. framsóknarmaður Jón Helgason, síðan tók við hv. alþýðubandalagsmaður Steingrímur Sigfússon og að síðustu lokast þrenningin með núv. hæstv. landbrh. Halldóri Blöndal. Allir þessir menn hafa stórskorið jarðræktarlögin þrátt fyrir að séu eru enn í gildi.