Forfallaþjónusta í sveitum

70. fundur
Miðvikudaginn 28. desember 1994, kl. 20:53:45 (3386)

[20:53]
     Frsm. landbn. (Egill Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir áliti landbn. á þskj. 422 en það álit hafa allir nefndarmenn undirritað án athugasemda nema þeir tveir hv. þm. sem voru fjarverandi við afgreiðslu málsins, Eggert Haukdal og Ragnar Arnalds.
    Frv. var lagt fram á þskj. 108. Við 1. umr. gerði hæstv. landbrh. grein fyrir efni frv. auk þess sem athugasemdir um frv. eru skýrar og vísa ég til þessarar umfjöllunar.
    Landbn. gerði hins vegar brtt. við frv. á þskj. 423 en þær fela það í sér að stjórn forfallaþjónustunnar hefur með höndum uppgjör þessara mála en þeim skal ljúka fyrir 1. apríl og áfram hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins með höndum innheimtumálefni og endurgreiðslu eins og kveðið er á í brtt. nefndarinnar.
    Tillögur nefndarinnar eru algerlega skýrar og ég sé ekki þess vegna sérstaka ástæðu til þess að fjalla um þær með því að texti þeirra er mjög auðskilinn. Ég sé því ekki ástæðu til þess að orðlengja þessa afgreiðslu frekar, virðulegi forseti, en geri tillögu um að málinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til 3. umr.