Ferill 59. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 59 . mál.


59. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa skógarbænda á aðföngum.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1 .     Hvaða afstöðu hafa fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til stöðu skógarbænda á Fljótsdalshéraði hvað það varðar að bændum þar sé eigi heimilt að telja til inn skatts kaup á aðföngum til ræktunar nytjaskóga?
     2 .     Eru ráðherrarnir reiðubúnir að beita sér fyrir aðgerðum, jafnvel lagasetningu, til að breyta þessari stöðu mála þannig að nýsköpun sem þessi í atvinnulífi þurfi ekki að líða fyrir skattatæknileg atriði af þessum toga?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Árið 1991 voru sett sérstök lög um Héraðsskóga og er tilgangur þeirra sagður að stuðla að ræktun nytjaskóga á Fljótsdalshéraði og efla þannig byggð og atvinnulíf þar. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þeim rúmlega 50 bændum sem þátt hafa tekið í þessu verkefni hefur verið synjað um að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af þeim aðföngum sem þeir hafa keypt vegna verkefnisins. Samt er þeim eftir sem áður gert að greiða fullan virðisaukaskatt af sölu á girðingarstaurum, jólatrjám og annarri sölu.
    Ef það skógræktarverkefni sem lögum um Héraðsskóga var ætlað að hrinda af stað á að ná markmiði sínu, þ.e. að efla byggð og atvinnulíf á Héraði, er nauðsynlegt að bænd um verði gert kleift að standa í þessari nýsköpun í búrekstri á jafnréttisgrundvelli gagn vart öðrum búgreinum.