Ferill 80. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 80 . mál.


80. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um eingreiðslur til lífeyrisþega.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1 .     Hversu háar verða eingreiðslur til lífeyris- og bótaþega á árinu 1994, í heild og sundurliðað á einstaka hópa, þ.e. ellilífeyrisþega, öryrkja o.s.frv.?
     2 .     Hvaða reglur gilda um útreikning bótanna og hvernig eru upphæðir ákveðnar til einstakra bótaþega?
     3 .     Finnast dæmi um einstaklinga eða hópa sem ekki njóta eingreiðslna?
     4 .     Er það stefna ráðherra að þessar greiðslur falli niður á næsta ári eða hvernig hyggst hann sjá fyrir þeim ella, sbr. forsendur fjárlagafrumvarps?


Skriflegt svar óskast.