Ferill 92. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 92 . mál.


94. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um stöðu Íslands gagnvart Montreal-bókun við Vínarsamninginn um ósoneyðandi efni.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1 .     Hver hefur verið þróun í notkun ósoneyðandi efna hérlendis að undanförnu?
     2 .     Hver er staðan nú gagnvart samningsskuldbindingum Íslands samkvæmt Montreal- bókuninni og hvernig eru horfur í því efni á næstu árum?
     3 .     Til hvaða aðgerða hyggst ráðuneytið grípa til að uppfylla samningsskuldbindingar Íslands?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Nýlega komu fram fréttir í Ríkisútvarpinu (fréttaauki 15. október 1994) þess efnis að kæliiðnaðurinn hérlendis hefði aukið notkun sína á freon-efnum úr 102 tonnum árið 1986 í 187 tonn í ár. Aukning á leka þessara efna frá skipum hafi vaxið um 28% milli áranna 1992 og 1993. Í ljósi þessara upplýsinga er fyrirspurnin flutt.