Ferill 116. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 116 . mál.


119. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna um nám foreldra fatlaðra barna.

Frá Önnu Ólafsdóttur Björnsson.



    Hvaða reglur gilda hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna um heimildir foreldra fatlaðra barna til lengingar námstíma án þess að lánsréttur skerðist?
    Njóta námsmenn, sem eiga fötluð börn, sömu réttinda til lengds námstíma og fatlaðir námsmenn? Ef svo er ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir því að þessar reglur verði samræmdar?