Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



194. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 131 . mál.


137. Tillaga til þingsályktunar



um áætlun um að draga úr áfengisneyslu.

Flm.: Jón Helgason, Björn Bjarnason, Petrína Baldursdóttir,


Anna Ólafsdóttir Björnsson, Jóhann Ársælsson.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera nú þegar markvissa áætlun um hvernig megi ná markmiði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem ríkisstjórnin samþykkti árið 1986, um að draga úr áfengisneyslu um 25% frá þeim tíma til ársins 2000.

Greinargerð.


    Árið 1986 samþykkti ríkisstjórn Íslands að farið skyldi að ráðum Alþjóðaheilbrigðis málastofnunar Sameinuðu þjóðanna og stefnt að því að draga úr áfengisneyslu þjóðarinn ar um 25% frá þeim tíma til aldamóta.
    Árið 1986 nam áfengissala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins 3,34 lítrum á mann miðað við 100% áfengi. Svo vill til að í fyrra, 1993, var áfengissalan á mann nákvæmlega jafnmikil, 3,34 áfengislítrar á mann. Við stöndum sem sé í sömu sporum og fyrir átta árum þegar samþykktin var gerð — og ekki nema sex ár til aldamóta.
    Nokkrar sveiflur hafa orðið á neyslunni á þessum átta árum. Mest varð breytingin milli áranna 1988 og 1989 en leyft var að selja áfengan bjór frá og með 1. mars 1989. Sal an árið 1988 nam 3,35 áfengislítrum en varð 4,13 lítrar árið eftir og hafði aldrei orðið meiri. Síðan hefur dregið úr sölu, a.m.k. fram til síðustu áramóta. Salan á fyrra missiri þessa árs bendir hins vegar til þess, því miður, að enn stefni í öfuga átt því að hún hefur aukist um tæp 5% miðað við sama tíma í fyrra. Síðustu árin hefur líka í vaxandi mæli bor ið á ólöglegri sölu á heimabrugguðu áfengi, sérstaklega til unglinga, og er neyslan því meiri en opinberar tölur segja. Sagan sýnir að mikil fylgni er milli þjóðartekna og kaup getu almennings annars vegar og áfengiskaupa hins vegar. Það sýna og rannsóknir sem gerðar hafa verið víða um heim. Til dæmis um þetta má nefna að 1968, árið sem síldveið ar fyrir Austurlandi brugðust, dró úr áfengissölu um 11,3%. Því hefði mátt ætla að áfeng isneysla minnkaði enn meir síðustu árin en raun hefur á orðið.
    Orsakir þess að skert kaupgeta almennings og vaxandi atvinnuleysi hefur ekki orðið til þess að draga verulega úr áfengiskaupum og áfengisneyslu eru vafalítið einkum þrjár: Lögleg sala áfengs öls, gífurleg fjölgun áfengisveitingastaða og linkind við að framfylgja banni við áfengisauglýsingum.
    Margt hefur verið rætt um bjórinn og afleiðingar þess að sala á þeirri tegund áfengis var leyfð.
    Ljóst er að fjölgun áfengisveitingastaða sigldi í kjölfar þessarar breytingar. Í ársbyrjun 1989 voru áfengisveitingastaðir 148 en árið 1993 höfðu 309 staðir heimildir til að selja áfengi. Það er meira en 100% fjölgun á þessum fáu árum.
    Einnig voru það framleiðendur og sölumenn bjórs sem riðu á vaðið með auglýsingar á áfengi á almannafæri, svo sem á bifreiðum og utan dyra á veitingahúsum. Framleið endur og seljendur sterkra drykkja hafa síðan runnið á peningalyktina og hafið að auglýsa vöru sína sumir hverjir — en yfirvöld sitja með hendur í skauti.
    Þá virðist koma bjórsins hafa breytt nokkru um það hverjir neyta áfengis og hve mikið þeir drekka. Fullorðið fólk virðist ekki hafa aukið áfengisneyslu sína og þeim sem drekka í þeim hópi lítt fjölgað eða ekki. Á hinn bóginn hefur drykkja unglinga, einkum drengja, aukist uggvænlega. Könnun Ásu Guðmundsdóttur og dr. Tómasar Helgasonar á rann sóknastofu Geðdeildar Landspítalans bendir til þess að þeim unglingum, sem áfengis hafa einhvern tíma neytt, hafi ekki fjölgað, jafnvel fækkað í hópi 13 til 15 ára, en hins vegar hafi neysla þeirra sem drekka aukist gífurlega, einkum meðal pilta 13 til 19 ára og stúlkna 13 til 15 ára. Svo segir í grein þeirra Ásu og Tómasar um þessar rannsóknir:
    „Það sem veldur áhyggjum er hversu mjög drykkja þeirra sem neyta áfengis hefur aukist eftir að bjórsalan var leyfð. Gagnstætt vonum jókst neysla sterkra drykkja verulega. Aukningin var mest fyrsta árið en hefur haldið áfram síðan . . .  Hefur heildarneysla pilta 16 til 19 ára aukist um nærri 80% eftir að sala áfengs öls var leyfð hér á landi. Rúmlega þriðjungur af þessari aukningu er vegna þess að piltar drekka nú verulega meira magn af sterku áfengi samanborið við það sem þeir gerðu áður. Neysla stúlkna á þessum aldri hef ur hins vegar staðið í stað. Neysla þeirra sem eru á aldrinum 13 til 15 ára og drekka áfengi á annað borð hefur rúmlega tvöfaldast eftir að bjórinn var leyfður. Þessi hópur drekkur nú tvisvar sinnum meira af sterku áfengi en áður og í honum drekka stúlkurnar meira en piltar, fyrst og fremst af sterku áfengi.“
    Þessi staðreynd er uggvænleg og vekur ótta um ört vaxandi vandamál á næstu árum ef ekki verður gripið í taumana. Flestir munu gera sér grein fyrir hverjar afleiðingar það hefur ef ekki tekst að verða við tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um það að draga verulega úr áfengisneyslu, hvað þá ef hún eykst og jafnvel mest hjá þeim sem síst skyldi.
    Könnun, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði og tekjum þjóðfé lagsins vegna áfengisneyslu árin 1985–89, sýnir að kostnaður hins opinbera vegna áfengisneyslu er að minnsta kosti jafnmikill og tekjurnar og sterkar líkur eru taldar benda til að hann sé allmiklu meiri en þær.
    Bandaríkjamaðurinn Robin Room er einn þekktasti vísindamaður heims á sviði vímu efnarannsókna. Hann er varaforseti rannsókna- og þróunardeildar Rannsóknastofnunar Ontario-ríkis í Kanada í vímuefnamálum (Addiction Research Foundation). Í sumar rit aði hann grein í málgagn stofnunarinnar, The Journal, um þær afleiðingar sem það hefði ef áfengi yrði lengur og víðar á boðstólum en nú er í Ontario, ef leyfð yrði notkun greiðslukorta við áfengiskaup og þó einkum og sér í lagi um þau vandræði og það aukna tjón sem yrði ef áfengisverð yrði lækkað. Í grein sinni segir Robin Room: „Í raun og veru er áfengi mjög sérstæð vara og þess vegna þarf að fara með það á alveg sérstakan hátt. Rannsóknir í Bandaríkjunum og Evrópu hafa leitt í ljós að þegar áfengisneysla eykst fjölgar venjulega lemstrunum og dauðsföllum af völdum skorpulifrar, krabbameins, um ferðarslysa, sjálfsvíga, líkamsárása og annarra ofbeldisglæpa.“ Svo mörg eru þau orð. Og það er vert að hugleiða að þetta ritar virtur og reyndur vísindamaður en ekki áróðursmað ur fyrir einn eða neinn.
    Það leikur sem sé ekki á tveim tungum hverjar afleiðingarnar verða ef ekki er spyrnt við fótum: Kostnaður hins opinbera eykst, heilsu þegnanna hrakar, slysum og glæpum fjölgar — og er þá því sleppt sem seint verður tölum talið en það er félagslegt tjón margs konar, m.a. vegna óreglu á heimilum og sundraðra fjölskyldna.
    Enn er rétt að minna á að áfengisneysla er oft undanfari annarrar vímuefnaneyslu. Talið er að nánast allir neytendur ólöglegra vímuefna hafi byrjað vímuefnaneysluna á áfengi og flestir neyta áfengis ásamt öðrum efnum (blönduð neysla).
    Eðlilegt er að spurt sé: Hvað má þá til varnar verða? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á þann þátt sem mestu skiptir: Að draga úr neyslunni. Rannsóknir hafa sýnt að tjón af völdum áfengisneyslu ferfaldast ef neyslan tvöfaldast. Því er það grundvallaratriði í þessum sökum að neyslan minnki. Allar forvarnir hljóta að taka mið af því.
    Við getum ekki litið fram hjá því að hér er ábyrgð ríkisvaldsins mikil. Það er ekki ein asta mikilvægt að stuðla að því með skynsamlegri lagasetningu að úr drykkju dragi, held ur skiptir og miklu máli að þeir sem til forustu veljast séu öðrum gott fordæmi. Fyrsti for seti Íslands, Sveinn Björnsson, mælti svo í síðasta nýársávarpi sínu til þjóðarinnar 1. jan úar 1952: „Þeir eru margir, sem vanda um við æskulýðinn, en hve margir eru þeir sem hann getur í stolti tekið sér til fyrirmyndar? Ef menn krefjast reglusemi, elju og hófsemi af fólkinu sem er að vaxa upp, þá verður að finna kosti þessa í fari þeirra, sem ráða fyrir því. Annars er engin von um árangur.“
    Markvissar aðgerðir gætu m.a. falist í eftirfarandi:
     1 .     Nýrri stefnu varðandi leyfisveitingar til áfengisveitingastaða. Sem dæmi um þær ógöngur sem þessi mál eru komin í hérlendis má geta þess að í Frakklandi, þar sem áfengisframleiðsla er mikilvægur atvinnuvegur, er bannað að heimila veitingastöð um við hraðbrautir að selja áfengi — en hér á landi fær hver áningarstaðurinn við hringveginn eftir annan leyfi til áfengisveitinga.
     2 .     Settar verði sams konar reglur um áfengisauglýsingar og tóbaksauglýsingar.
     3 .     Lögð sé rækt við öflugar forvarnir og fræðslu.
    Ef við ætlum að taka tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar alvarlega og leit ast við að draga úr áfengisneyslu um 25% til aldamóta er ekki seinna vænna að grípa til viðeigandi aðgerða strax. Við höfum varið miklu fé til meðferðarmála undanfarna ára tugi, fé til að aðstoða þá og leitast við að hjálpa þeim sem illa hafa verið leiknir í skiptum sínum við vímuefnið áfengi. Slík verk eru dýr og árangur jafnan tvísýnn. Nú er kominn tími til að hefjast handa af alvöru við að koma í veg fyrir þær hörmungar sem hlotist geta af áfengisneyslu. Það gerum við best með því að deyfa þann ljóma sem hagsmunahópar og viðhlæjendur þeirra sveipa um áfengi og neyslu þess. Þær aðgerðir eru ekki dýrar, oft ast árangursríkar og alltaf er betra heilt en þó að vel gróið sé.