Ferill 159. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 159 . mál.


172. Fyrirspurn


til menntamálaráðherra um kostnað við rekstur svæðisstöðva Ríkisútvarpsins.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.


    Hver varð kostnaðurinn við rekstur svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á síðasta ári og hvað er áætlað að hann verði mikill á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun?
                  Óskað er eftir svofelldri sundurliðun fyrir hverja svæðisstöð fyrir sig:
         
    
    Útgjöld alls.
         
    
    Tekjur alls.
         
    
    Fjöldi stöðugilda.
         
    
    Hlutfall kostnaðar af heildarkostnaði við rekstur Ríkisútvarps, hljóðvarps.
    Hver eru áform Ríkisútvarpsins um rekstur svæðisstöðvanna og dagskrárgerðar á þeirra vegum, þar með talinn flutning starfa frá höfuðstöðvum stofnunarinnar til svæðisstöðvanna?


Skriflegt svar óskast.