Ferill 92. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 92 . mál.


195. Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um stöðu Íslands gagnvart Montreal-bókun við Vínarsamninginn um ósoneyðandi efni.

     1 .     Hver hefur verið þróun í notkun ósoneyðandi efna hérlendis að undanförnu?
    Tölur um notkun ósoneyðandi efna liggja ekki fyrir og er því stuðst við innflutningstöl ur.

Halónar, ODP * 3,0 til 10,0.
    Með reglugerð nr. 268/1993 um varnir gegn mengun af völdum klórflúorkolefna (CFC) og halóna var innflutningur og sala halóna til áfyllingar á handslökkvitæki bönnuð frá 1. ágúst 1993 og til áfyllingar á föst slökkvikerfi frá 1. janúar 1994. Einnig er innflutningur og sala slökkvitækja með halónum og uppsetning fastra halónslökkvikerfa bönnuð.
    Ekkert hefur verið flutt inn af halónum á þessu ári en árið 1993 voru flutt inn alls 290 kg. Árið 1986 voru flutt inn tæp 15 tonn af halónum.

Klórflúorkolefni (CFC), ODP 0,6 til 1,0.
    Samkvæmt ofangreindri reglugerð og reglugerð nr. 546/1994 um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna fellur tímabundin heimild til innflutnings og sölu á klórflúor kolefnum til notkunar í fatahreinsunum og á kæli- og varmadælukerfi úr gildi 1. janúar nk.
    Á þessu ári hefur dregið úr innflutningi á R-502 (blöndu af CFC og HCFC) til notkunar á kælikerfi. Innflutningur á CFC-12 (R-12) til notkunar í kæli- og varmadælukerfi hefur staðið í stað (áætlaður 20–25 tonn 1994). CFC hefur ekki verið flutt inn til notkunar sem þenslumiðill á þessu ári en árið 1993 voru rúmlega 27 tonn flutt inn til þessara nota. Notk un CFC sem drifefnis í úðabrúsa var bönnuð árið 1990.
    Fyrstu 10 mánuði þessa árs hafa verið flutt inn u.þ.b. 28 tonn af CFC. Árið 1993 voru flutt inn 66,6 tonn af CFC, en árið 1986 voru flutt inn 200,2 tonn af CFC.

Vetnisklórflúorkolefni (HCFC), ODP 0,001 til 0,52.
    Vetnisklórflúorkolefni (HCFC) eru flutt inn til landsins sem kælimiðill og þenslumiðill samkvæmt tímabundinni heimild til innflutnings og sölu til 1. janúar 2015. Þessi efni koma að miklu leyti í stað CFC en hafa mun minni ósoneyðingarmátt. Innflutningur á HCFC sem þenslumiðli hófst á árinu 1993 en þá voru flutt inn 500 kg sem staðgengilefni fyrir CFC-11. Töluverð aukning hefur orðið á innflutningi HCFC til notkunar í kæliiðnaði.
    Innflutningur HCFC sem kælimiðils var áætlaður 86,9 tonn árið 1989, 107,7 tonn árið 1993 og miðað við innflutningstölur fyrstu tíu mánuði ársins 1994 má ætla að innflutningur HCFC á árinu verði u.þ.b. 140 tonn. * Í tonnum talið hefur orðið mikil aukning á heildarinnflutningi kælimiðla milli ára. Það er ekki óeðlilegt að aukning verði í innflutningi HCFC þar sem þau eru staðgengilefni.

1,1,1-tríklóretan, ODP 0,1.
    Dregið hefur úr innflutningi á 1,1,1-tríklóretan á undanförnum árum. Tímabundin heim ild til að flytja inn og selja 1,1,1-tríklóretan nær til 1. janúar 1996.
     Árið 1989 voru flutt inn tæp 6 tonn og árið 1993 3,4 tonn.

Önnur ósoneyðandi efni: koltetraklóríð (ODP 1,1), metýlbrómíð (ODP 0,7) og vetnis brómflúorkolefni (ODP 0,02 til 7,5).
    
Enginn innflutningur hefur verið á metýlbrómíð og vetnisbrómflúorkolefnum á undan förnum árum. Undanfarið hafa innan við 100 kg af koltetraklóríði verið flutt inn á ári til notkunar á rannsóknastofum.

         Hver er staðan nú gagnvart samningsskuldbindingum Íslands samkvæmt Montreal- bókuninni og hvernig eru horfur í því efni á næstu árum?
    Í Montreal-bókuninni er notkun ósoneyðandi efna flokkuð eftir efnisflokkum í halóna, klórflúorkolefni, vetnisklórflúorkolefni, vetnisbrómflúorkolefni, koltetraklóríð, 1,1,1-tríklóretan og metýlbrómíð. Innan hvers efnisflokks er fjallað um heildarnotkun og notkun inni ekki skipt upp eftir notkunarsviðum. Notkun ósoneyðandi efna er í bókuninni skil greind sem innflutningur og sala þessara efna. Jafnframt nær bókunin einungis til nýrra efna en ekki endurnýttra.

Halónar.
    Íslendingar hafa hætt innflutningi halóna og staðið við skuldbindingar á því sviði. Dreg ið var úr notkuninni innan marka Montreal-bókunarinnar miðað við uppgefið innflutt magn halóna árið 1986 sem er grunn- og viðmiðunarár bókunarinnar.

Klórflúorkolefni.
    Innflutningur CFC árið 1986 var 195,12 ODP-tonn. Samkvæmt Montreal-bókuninni hafa Íslendingar skuldbundið sig til að draga úr notkun CFC, mældri í ODP-tonnum á árs grundvelli, um 75% á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 1994. Árið 1993 voru flutt inn 61,94 ODP-tonn af CFC og áætlað er að á þessu ári verði flutt inn u.þ.b. 30–35 ODP-tonn af CFC til notkunar í efnalaugum og kæliiðnaði. Íslendingar eru því innan marka Montr eal-bókunarinnar hvað klórflúorkolefni varðar. Með banni á innflutningi og sölu klórflúor kolefna, sem tekur gildi um næstu áramót, verður staðið við ákvæði Montrealbókunarinnar hvað CFC varðar.

Vetnisklórflúorkolefni.

    Samkvæmt Montreal-bókuninni skuldbinda aðildarríkin sig til að takmarka notkun vetnisklórflúorkolefna frá og með 1. janúar 1996 og draga úr innflutningi/notkun þeirra í áföngum. Notkun þessara efna hefur ekki brotið í bága við ákvæði Montreal-bókunarinn ar. Hvað snertir horfur á næstu árum er vísað í svar við 3. spurningu.

Önnur ósoneyðandi efni.

    Ísland hefur staðið við þær skuldbindingar sem fram koma í Montreal-bókuninni.

         Til hvaða aðgerða hyggst ráðuneytið grípa til að uppfylla samningsskuldbindingar Ís lands?
    Eins og þegar hefur komið fram stendur Ísland vel að vígi hvað ákvæði Montrealbókun arinnar varðar. Sett hefur verið reglugerð nr. 546/1994 um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna. Ákvæði reglugerðinnar ganga lengra en ákvæði Montreal-bókunarinnar um að draga úr notkun ósoneyðandi efna, en aðildarríkjum Montreal-bókunarinnar er heimilt að setja skemmri frest til að draga úr notkun ósoneyðandi efna. Ísland hefur verið samstíga Norðurlöndum og ESB í þeim málum.
    Á næstu árum verður dregið úr innflutningi/notkun HCFC í áföngum. Óheimilt er að setja upp ný kerfi með HCFC frá og með 1. janúar 1996. Takmarkanir á innflutningi HCFC verða settar frá og með 1. janúar 1995 í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Ákvæðin um takmarkanir á innflutningi eru í samræmi við aðgerðir í ESB og aðeins strangari en ákvæði Montreal-bókunarinnar. Tímabundin heimild til innflutnings og sölu á HCFC er veitt til 1. janúar 2015 en líklegt er að þessi tímamörk verði þrengd frekar.
    Staða mála í kæliiðnaðinum er áhyggjuefni. Kæliiðnaðurinn hefur lengst dregið að minnka notkun á klórflúorkolefnum. Innflutningstölur benda til mikillar notkunar og mikils og aukins leka kælikerfa. Tæknilegar lausnir eru tiltækar þannig að Ísland á að geta staðið við skuldbindingar á þessu sviði. Sem stendur er í auknum mæli verið að skipta út CFC-kælimiðlum og fara yfir í efni sem hafa engan eða óverulegan ósoneyðingarmátt. Þannig er verið að skipta út R-502 fyrir HCFC-22 (R-22).
    Innflutningur og sala á nýframleiddu CFC verður bönnuð um áramótin og má nefna að komnar eru á markað blöndur af HCFC og HFC sem hægt er að setja á eldri kerfi sem not að hafa CFC. Samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar verður leyfilegt að flytja inn og selja HCFC og blöndur sem innihalda HCFC út líftíma kerfanna. Á nýrri kerfi er hægt að skipta yfir í klórfrí efni eða blöndur klórfrírra efna sem ekki eru á bannlista samkvæmt Montr eal-bókuninni.
    Fyrir ári var sett reglugerð nr. 533/1993 um kæli- og varmadælukerfi með ósoneyðandi kælimiðlum. Með henni er stefnt að því að draga úr leka frá kæli- og varmadælukerfum með eftirliti, dagbókarfærslum, lekaskynjurum, bættum frágangi kerfanna og fleiru. Unnið er að því að koma á eftirliti með samvinnu Hollustuverndar ríkisins, Vinnueftirlits ríkisins og Siglingamálastofnunar ríkisins. Unnið er að reglugerð um leyfi til kaupa, innflutnings og sölu á ósoneyðandi efnum. Þar verður kveðið á um skráningu og eftirlit með allri notkun ósoneyðandi efna og er markmiðið að stuðla að bættri meðferð á þeim. Einnig má nefna að kæliiðnaðurinn hefur að eigin frumkvæði unnið að undirbúningi eigin eftirlits með notk un kælimiðla til að stuðla að betri endurheimtum á efnum til endurvinnslu eða eyðingar. Gerð leiðbeininga við reglugerð nr. 533/1993 er á lokastigi og fyrirhugaðir eru fyrirlestrar á vegum Hollustuverndar ríkisins á næstu vikum, m.a. með félögum í Kælitæknifélagi Ís lands og á námskeiðum í Vélskólanum og hjá LÍÚ. Samstarf hefur verið við mjólkureftir litið í landinu en á undanförnum árum hafa ekki verið fluttir til landsins mjólkurtankar með CFC. Mikil samvinna hefur verið við innflytjendur ósoneyðandi efna og þeir upplýstir um stöðu mála hvað alþjóðlegar skuldbindingar á þessu sviði varðar. Loks má nefna að nú í haust gaf umhverfisráðuneytið ásamt Hollustuvernd ríkisins út bæklinginn „Ósonlagið og gróðurhúsaáhrifin“.
Neðanmálsgrein: 1
* ODP (Ozone depleting potential) er ósoneyðingarmáttur, en það er hlutfallslegt vægi efnanna til að brjóta niður óson í heiðhvolfinu.
Neðanmálsgrein: 2
*Í ár stefnir heildarinnflutningur ósoneyðandi kælimiðla í rúmlega 160 tonn. Þetta er vissulega aukning í tonnum talið. Hins vegar er vert að benda á það að ekki er rétt að leggja HCFC og CFC að jöfnu í þessu sambandi. Aukning á innflutningi HCFC hefur verið veruleg á sama tíma og sjáanlegur er samdráttur á innflutningi CFC-kælimiðla.