Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 201 . mál.


227. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um gjaldþrot fyrirtækja.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1 .     Hve mörg fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á árunum 1991, 1992 og 1993?
     2 .     Hvar voru fyrirtækin skráð?
     3 .     Hve háar upphæðir var um að ræða í hverju sveitarfélagi og í heild yfir landið í lýstum kröfum?
     4 .     Hve mörg þessara fyrirtækja hafa að mati ráðherra verið endurvakin með sömu starfsemi, sömu eigendum en undir nýju nafni?
     5 .     Hversu stór hluti gjaldþrotanna liggur hjá þeim fyrirtækjum?


Skriflegt svar óskast.