Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 164 . mál.


238. Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Petrínu Baldursdóttur um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.

    Þróunarsjóður sjávarútvegsins hóf störf á síðasta sumri og hefur mikil eftirspurn verið eftir styrkjum til að úrelda fiskiskip. Stjórn Þróunarsjóðsins hafði 7. nóvember sl. veitt lof orð um 87 úreldingarstyrki að fjárhæð um 1.515 millj. kr. Nöfn skipa, eigenda, aldur, skrá setningarnúmer, rúmlestastærð, húftryggingarmat ásamt styrkfjárhæð miðað við 45% úr eldingarstyrk má sjá í töflu 1. Loforð um styrk eru greidd út að uppfylltum tilteknum skil yrðum. 7. nóvember sl. höfðu 21 aðili uppfyllt skilyrðin og fengið greidda út styrki að fjár hæð 365 millj. kr. Yfirlit yfir þá aðila má sjá í töflu 2. Engin þeirra útgerða, sem hafa feng ið úreldingarstyrk greiddan út, hefur jafnframt fengið tjón, sem bætt er af vátryggingafé lagi, útborgað.
    Þann 7. nóvember sl. lágu 49 óafgreiddar umsóknir hjá stjórn Þróunarsjóðsins. Yfirlit yfir þær má sjá í töflu 3. Verið er að vinna að samræmdu vátryggingarmati á opnum bátum undir 10 rúmlestum og hefur því afgreiðsla þeirra tafist.
    Frá síðasta stjórnarfundi hafa 63 umsóknir borist sjóðstjórn. Yfirlit yfir þær umsóknir má sjá í töflu 4.


Tafla 1.

Loforð um styrk.



(Texti er ekki til tölvutækur.)



Tafla 2.

Útborgaðir úreldingarstyrkir.



(Texti er ekki til tölvutækur.)



Tafla 3.

Óafgreiddar umsóknir um styrk. Opnir bátar.



(Texti er ekki til tölvutækur.)



Tafla 4.

Nýjar umsóknir um styrk. Þilfarsbátar (fyrirvari er um styrkfjárhæðir).



(Texti er ekki til tölvutækur.)



Nýjar umsóknir um styrk. Opnir bátar.



(Texti er ekki til tölvutækur.)