Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 217 . mál.


245. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði til fiskvinnslufólks.

Frá Elínbjörgu Magnúsdóttur.



     1 .     Hvað hafa fiskvinnslufyrirtæki fengið greitt samkvæmt lögum nr. 34/1988, um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, sbr. breytingu á þeim lögum, nr. 42/1992? Hvaða fyrirtæki hafa fengið greiðslur?
     2 .     Hvernig er hagað eftirliti með því að haldin séu ákvæði fyrri málsgreinar 6. gr. reglugerðar nr. 425/1988 um greiðslur vegna fastráðins fiskvinnslufólks, sbr. breytingu á henni, nr. 260/1992?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.


    Fyrri málsgrein 6. gr. reglugerðarinnar, sbr. reglugerð nr. 260/1992, hljóðar svo:
    „Fyrirtækjum í fiskvinnslu, sem fullnægja skilyrðum 1. gr., skal skylt að gefa þeim starfsmönnum sínum, er unnið hafa hjá fyrirtækinu í tvo mánuði, kost á fastráðningarsamn ingi. Telja skal eldri starfstíma sem reiknast til réttinda vegna fyrri ráðningar hjá sama fyr irtæki. Fastráðningarsamningur getur verið tímabundinn eða til ótiltekins tíma og skal hann gerður í því formi sem Vinnuveitendasamband Íslands og Vinnumálasamband samvinnufé laganna annars vegar og Verkamannasamband Íslands hins vegar samþykkja. Uppsagnar frestur á fastráðningarsamningi er sex vikur af beggja hálfu.“