Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


 
1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 193 . mál.


246. Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Elínar R. Líndal um lækkun eða afnám tolla á útflutning reiðhrossa til landa á Evrópska efnahagssvæðinu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1 .     Hvað hefur verið gert til að ná fram lækkun eða afnámi tolla á útflutning reiðhrossa til landa á Evrópska efnahagssvæðinu?
     2 .     Hvað hyggst ráðherra gera til að koma þessum málum í viðunandi horf og hvenær er þeirra úrbóta að vænta?


    Landbúnaðarmál eru utan við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Viðskipti með hesta eru því algerlega fyrir utan þann samning. Ekki var því samið um neinar tollalækkan ir á reiðhestum, hvorki í samningnum um EES né í tvíhliða samningnum við ESB um sér stakt fyrirkomulag í landbúnaði. Það er því ekki unnt að ná fram neinum tollalækkunum á reiðhestum á grundvelli þeirra samninga.
    Síðastliðið sumar áttu embættismenn frá utanríkisráðuneytinu fundi með embættis mönnum frá nokkrum ráðuneytum, þar á meðal landbúnaðarráðuneytinu, um ýmis mál er varða hagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu fari svo að sambandið stækki við inn göngu fjögurra EFTA-ríkja í það.
    Í framhaldi af slíkum fundum með landbúnaðarráðuneytinu sendi það ráðuneyti bréf til utanríkisráðuneytisins, eftir að hafa ráðfært sig við Framleiðsluráð landbúnaðarins, og tilgreindi þar atriði sem það taldi nauðsynlegt að ná fram í samningum við ESB. Eitt þess ara atriða er að gildandi viðskiptakjör á útflutningi reiðhrossa til Svíþjóðar verði yfirfærð á hið stækkaða svæði ESB og jafnframt að leitað verði eftir almennri lækkun útflutnings gjalda af reiðhrossum við útflutning til ESB-svæðisins.
    Þessu bréfi var komið á framfæri við fastanefnd Íslands í Brussel. Ljóst er þó að á bratt ann er að sækja að fá slíku erindi framgengt þar eð lægri tollar á reiðhestum í Svíþjóð byggjast ekki á neinum samningum milli Íslands og Svíþjóðar. Jafnframt gæti slík krafa kallað á gagnkröfu á sviði landbúnaðar.
    Í greinargerð með fyrirspurninni er fjallað um virðisaukaskatt og ýmis gjöld önnur en tolla sem lagðir eru á verð hesta í helstu viðskiptalöndum okkar. Í því sambandi er rétt að benda á að samningar þeir, sem Ísland er aðili að, taka ekki til innlendra gjalda enda sé innlendri og erlendri framleiðslu ekki mismunað.