Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 223 . mál.


258. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um greiðslur til sveitarfélaga úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hversu háar voru greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs til sveitarfélaga til atvinnuskapandi verkefna á árinu 1993 og samkvæmt áætlun 1994, skipt niður á einstök sveitarfélög?
    Hversu háar voru greiðslur sömu sveitarfélaga í Atvinnuleysistryggingasjóð til atvinnuskapandi verkefna árið 1993 og 1994, skipt niður á einstök sveitarfélög?
    Hversu mörg sveitarfélög greiddu í Atvinnuleysistryggingasjóð til atvinnuskapandi verkefna en fengu hvorki framlag úr sjóðnum 1993 né fá framlag samkvæmt áætlun 1994? Hversu háar upphæðir greiddi hvert sveitarfélag?


Skriflegt svar óskast.