Ferill 187. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 187 . mál.


267. Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um skiptingu rækjukvóta á milli útgerða.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða fyrirtæki og útgerðir hafa haft yfir að ráða meira en 2% rækjukvótans á fiskveiðiárunum 1991–92, 1992–93, 1993–94 og 1994–95?
    Svar óskast sundurliðað þannig að fram komi árleg úthlutun til hvers fyrirtækis og útgerðar, jafnt hlutfallslega og mælt í tonnum.


    Meðfylgjandi er listi sem settur var upp í samráði við fyrirspyrjanda. Þar er fyrirtækjum, sem höfðu yfir að ráða meira en 2% af úthlutuðu aflamarki á fiskveiðiárunum 1991–92, 1992–93, 1993–94 og 1994–95, raðað þannig að fyrst er það sem hefur mestar aflaheimildir af úthafsrækju, þá það fyrirtæki sem hefur næst mestar aflaheimildir og svo koll af kolli. Listinn er þannig gerður að fyrir hvert fyrirtæki kemur fyrst heildarúthlutun aflamarks og hlutdeild í heildarúthlutun og síðan kemur listi yfir þau skip í eigu fyrirtækisins sem fá úthlutað aflamarki.
    Við skoðun þessa lista er rétt að hafa í huga að miðað er við skráningu skipanna 1. september, þ.e. fyrsta dag hvers fiskveiðisárs. Það gerir það að verkum að ef skip er selt eða keypt á árinu með einhverju aflamarki af úthafsrækju telst það allt til þess fyrirtækis sem átti skipið 1. september. Auk þess er skipaskrá Fiskistofu takmörkuð að því leyti að ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um breytingar á skráðum eigendum skipa á tímabilinu 1. september 1991 til októberloka 1992. Fyrir fiskveiðiárin 1991–92 og 1992–93 er því miðað við skráningu Fiskistofu á eigendum skipa eins og hún var í októberlok 1992. Að endingu er rétt að taka fram að á listanum koma einungis fram þau skip sem viðkomandi fyrirtæki eru skráðir eigendur að en ekki ef t.d. dótturfyrirtæki á skip eða fyrirtæki eru með skip á leigu og hafi þannig yfir meiri aflaheimildum að ráða en listinn gefur til kynna.






Repró 4 síður