Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 230 . mál.


270. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um launaþróun sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.

Frá Ólafi Ragnari Grímssyni.



    Hver voru:
         
    
    umsamin mánaðarlaun sjúkraliða að meðaltali í janúar 1990,
         
    
    umsamin mánaðarlaun sjúkraliða að meðaltali í október 1994,
         
    
    umsamin mánaðarlaun hjúkrunarfræðinga að meðaltali í janúar 1990,
         
    
    umsamin mánaðarlaun hjúkrunarfræðinga í október 1994,
         
    
    umsamin mánaðarlaun almennra hjúkrunarfræðinga (þ.e. án aðstoðardeildarstjóra og hærra launaðra hjúkrunarfræðinga) í janúar 1990,
         
    
    umsamin mánaðarlaun almennra hjúkrunarfræðinga í október 1994?
    Hver voru:
         
    
    byrjunarlaun, lægsta þrep, hjá sjúkraliða 1 í janúar 1990,
         
    
    byrjunarlaun hjá sjúkraliða 1 í maí 1992,
         
    
    byrjunarlaun hjá sjúkraliða 1 í október 1994,
         
    
    byrjunarlaun hjá almennum hjúkrunarfræðingi í janúar 1990,
         
    
    byrjunarlaun hjá almennum hjúkrunarfræðingi í maí 1990,
         
    
    byrjunarlaun hjá almennum hjúkrunarfræðingi í október 1994,
         
    
    mánaðarlaun, efsta þrep, hjá sjúkraliða 1 í janúar 1990,
         
    
    mánaðarlaun, efsta þrep, hjá sjúkraliða 1 í maí 1992,
         
    
    mánaðarlaun, efsta þrep, hjá sjúkraliða 1 í október 1994,
         
    
    mánaðarlaun almenns hjúkrunarfræðings, efsta þrep, í janúar 1990,
         
    
    mánaðarlaun almenns hjúkrunarfræðings, efsta þrep, í maí 1992,
         
    
    mánaðarlaun almenns hjúkrunarfræðings, efsta þrep, í október 1994?
    Hver er hlutfallslegur mismunur (í prósentum) á umsömdum mánaðarlaunum sjúkraliða 1 í efsta þrepi og umsömdum mánaðarlaunum almenns hjúkrunarfræðings í efsta þrepi í:
         
    
    janúar 1990,
         
    
    janúar 1992,
         
    
    október 1994?


Skriflegt svar óskast.