Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 244 . mál.


285. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um undanþágur fyrir réttindalausa skipstjórnarmenn.

Frá Gísla S. Einarssyni.



    Hversu margar undanþágur hafa verið veittar réttindalausum skipstjórnarmönnum sl. þrjú ár:
         
    
    skipstjórum,
         
    
    stýrimönnum,
         
    
    vélstjórum?
    Er unnt að veita smábátaeigendum, sem margir hafa aðeins stutta skólagöngu að baki en hafa stundað sjómennsku um langt árabil, undanþágu frá því að taka próf til að öðlast vélstjórnar- eða skipstjóraréttindi, e.t.v. miðað við ákveðinn aldur?


Skriflegt svar óskast.