Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 230 . mál.


293. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ragnars Grímssonar um launaþróun sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.

    Hver voru:
         
    
    umsamin mánaðarlaun sjúkraliða að meðaltali í janúar 1990,
         
    
    umsamin mánaðarlaun sjúkraliða að meðaltali í október 1994,
         
    
    umsamin mánaðarlaun hjúkrunarfræðinga að meðaltali í janúar 1990,
         
    
    umsamin mánaðarlaun hjúkrunarfræðinga í október 1994,
         
    
    umsamin mánaðarlaun almennra hjúkrunarfræðinga (þ.e. án aðstoðardeildarstjóra og hærra launaðra hjúkrunarfræðinga) í janúar 1990,
         
    
    umsamin mánaðarlaun almennra hjúkrunarfræðinga í október 1994?

    Hér á eftir fer meðaltal mánaðarlauna sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem fengu greidd laun hjá Starfsmannaskrifstofu ríkisins í tilgreindum mánuðum. Enn fremur eru laun í maí 1993 tekin með þar sem þá voru komnar fram breytingar á launum sjúkraliða samkvæmt kjarasamningi þeirra frá desember 1992, svo og að miklu leyti breytingar á launum hjúkrunarfræðinga samkvæmt ákvörðunum stóru sjúkrahúsanna sem síðar gengu til ýmissa annarra stofnana.
    Tölur þessar eru unnar úr gögnum sem eru hliðstæð þeim upplýsingum sem kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna fær með reglubundnum hætti.

Janúar 1990

Maí 1993

Október 1994



Sjúkraliðar alls     
57.701
68.750 69.281
Hjúkrunarfræðingar alls     
77.552
91.702 100.170
Almennir hjúkrunarfræðingar     
70.660
82.816 94.438


    Hver voru:
         
    
    byrjunarlaun, lægsta þrep, hjá sjúkraliða 1 í janúar 1990,
         
    
    byrjunarlaun hjá sjúkraliða 1 í maí 1992,
         
    
    byrjunarlaun hjá sjúkraliða 1 í október 1994,
         
    
    byrjunarlaun hjá almennum hjúkrunarfræðingi í janúar 1990,
         
    
    byrjunarlaun hjá almennum hjúkrunarfræðingi í maí 1990,
         
    
    byrjunarlaun hjá almennum hjúkrunarfræðingi í október 1994,
         
    
    mánaðarlaun, efsta þrep, hjá sjúkraliða 1 í janúar 1990,
         
    
    mánaðarlaun, efsta þrep, hjá sjúkraliða 1 í maí 1992,
         
    
    mánaðarlaun, efsta þrep, hjá sjúkraliða 1 í október 1994,
         
    
    mánaðarlaun almenns hjúkrunarfræðings, efsta þrep, í janúar 1990,
         
    
    mánaðarlaun almenns hjúkrunarfræðings, efsta þrep, í maí 1992,
         
    
    mánaðarlaun almenns hjúkrunarfræðings, efsta þrep, í október 1994?

    Byrjunarlaun og laun í efsta þrepi sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í janúar 1990, maí 1992 og október 1994 eru tilgreind hér á eftir. Þá eru upplýsingarnar einnig aðgreindar eftir því hvort um er að ræða almennar deildir á heilbrigðisstofnunum eða öldrunardeildum, en laun eru eftir atvikum mismunandi eftir því um hvort er að ræða.
    Upplýsingar þessar eru unnar úr opinberum kjarasamningum og launatöflum viðkomandi stéttarfélaga.

Janúar 1990

Maí 1992

Október 1994



Almennar deildir:
Sjúkraliði, byrjunarlaun     
48.572
55.177 56.631
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, byrjunarlaun     
63.345
70.546 75.182
Hjúkrunarfræðingur FHH, byrjunarlaun     
64.305
71.970 75.182

Sjúkraliði, efsta þrep     
57.895
65.766 68.900
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, efsta þrep     
76.738
85.462 98.991
Hjúkrunarfræðingur FHH, efsta þrep     
75.227
84.195 98.991

Öldrunardeildir:
Sjúkraliði, byrjunarlaun     
51.567
58.126 60.080
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, byrjunarlaun     
63.345
70.546 75.182
Hjúkrunarfræðingur FHH, byrjunarlaun     
66.234
74.129 75.182

Sjúkraliði, efsta þrep     
61.147
69.462 73.096
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, efsta þrep     
76.738
85.462 98.991
Hjúkrunarfræðingur FHH, efsta þrep     
77.484
86.721 98.991

    Hér á eftir fara þessar sömu upplýsingar þannig að laun ársins 1990 hafa verið sett 100.

Janúar 1990

Maí 1992

Október 1994



Almennar deildir:
Sjúkraliði, byrjunarlaun     
100
114 117
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, byrjunarlaun     
100
111 119
Hjúkrunarfræðingur FHH, byrjunarlaun     
100
112 117

Sjúkraliði, efsta þrep     
100
114 119
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, efsta þrep     
100
111 129
Hjúkrunarfræðingur FHH, efsta þrep     
100
111 132

Öldrunardeildir:
Sjúkraliði, byrjunarlaun     
100
113 117
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, byrjunarlaun     
100
111 119
Hjúkrunarfræðingur FHH, byrjunarlaun     
100
112 114

Sjúkraliði, efsta þrep     
100
114 120
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, efsta þrep     
100
111 129
Hjúkrunarfræðingur FHH, efsta þrep     
100
112 128

    Hver er hlutfallslegur mismunur (í prósentum) á umsömdum mánaðarlaunum sjúkraliða 1 í efsta þrepi og umsömdum mánaðarlaunum almenns hjúkrunarfræðings í efsta þrepi í:
         
    
    janúar 1990,
         
    
    janúar 1992,
         
    
    október 1994?

    Hér á eftir eru sýnd laun hjúkrunarfræðinga í hlutfalli við laun sjúkraliða þannig að laun sjúkraliða eru sett 100. Í samanburðinn eru tekin þau laun sem gerð var grein fyrir í svari í 2. spurningu.

Janúar 1990

Maí 1992

Október 1994



Almennar deildir:
Sjúkraliði, byrjunarlaun     
100
100 100
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, byrjunarlaun     
130
128 133
Hjúkrunarfræðingur FHH, byrjunarlaun     
132
130 133

Sjúkraliði, efsta þrep     
100
100 100
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, efsta þrep     
133
130 144
Hjúkrunarfræðingur FHH, efsta þrep     
130
128 144

Öldrunardeildir:
Sjúkraliði, byrjunarlaun     
100
100 100
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, byrjunarlaun     
123
121 125
Hjúkrunarfræðingur FHH, byrjunarlaun     
128
128 125

Sjúkraliði, efsta þrep     
100
100 100
Hjúkrunarfræðingur HFÍ, efsta þrep     
125
123 135
Hjúkrunarfræðingur FHH, efsta þrep     
127
125 135