Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 260 . mál.


305. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um verndaða vinnustaði.

Frá Svavari Gestssyni.



    Hve margir verndaðir vinnustaðir eru starfræktir hér á landi samkvæmt skráningu félagsmálaráðuneytisins?
    Hve margir starfa á þessum vinnustöðum samtals og á hverjum vinnustað fyrir sig?
    Hver eru launakjör þess fólks sem starfar á vernduðum vinnustöðum? Hvernig eru þau launakjör ákveðin?
    Hver er lífeyrisréttur þess fólks sem starfar á vernduðum vinnustöðum? Hvernig er sá réttur ákveðinn?
    Hefur ráðuneytið áform um breytingar á réttarstöðu starfsfólks á vernduðum vinnustöðum og ef svo er, hver eru þau áform?


Skriflegt svar óskast.