Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 262 . mál.


308. Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um aðild að alþjóðastofnunum og alþjóðasamningum.

Frá Svavari Gestssyni.



    Hvað á Ísland aðild að mörgum alþjóðlegum og fjölþjóðlegum stofnunum og samtökum?
    Hverjar eru þær stofnanir eða samtök og hvenær varð Ísland aðili að þeim?
    Hvað á Ísland aðild að mörgum alþjóðlegum samningum, fjölþjóðlegum samningum eða tvíhliða samningum?
    Hverjir eru samningarnir skv. 3. lið og hvenær varð Ísland aðili að hverjum samningi fyrir sig?
    Hve margir slíkir samningar hafa verið staðfestir og hver margir hafa verið undirritaðir?


Skriflegt svar óskast.