Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 161 . mál.


335. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um niðurfellingu afnotagjalda af útvarpi og um aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpssendingum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve margir elli- og örorkulífeyrisþegar hafa fengið felld niður afnotagjöld af útvarpi hvert ár frá 1986 og hvert hefur tekjutap Ríkisútvarpsins orðið vegna þess ár hvert og samtals á tímabilinu?
                  Óskað er eftir að fjárhæðir séu tilgreindar á verðlagi hvers árs og einnig á verðlagi nú.

    Hve hárri fjárhæð námu aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og búnaði til þeirra ár hvert frá og með 1986, á verðlagi hvers árs og framreiknað til verðlags nú, og hve mikið af þessum gjöldum rann í framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins hvert ár?

    Leitað var umsagnar Ríkisútvarpsins og fer umsögn fjármáladeildar stofnunarinnar hér á eftir:

Niðurfelling afnotagjalda skjólstæðinga


Tryggingastofnunar ríkisins 1986–1994.



Á verðlagi

Framreiknað


Fjöldi í

Afnotagjald

hvers árs,

til verðl. okt.


Ár

árslok

á ár

í þús. kr.

`94, í þús. kr.



1986          
5.433
6.035 32.788 76.002
1987          
5.962
8.534 50.880 100.437
1988          
6.143
13.400 82.316 131.705
1989          
6.567
15.915 104.513 141.301
1990          
6.642
19.182 127.406 149.065
1991          
7.085
20.244 143.429 156.050
1992          
7.542
20.244 152.680 160.314
1993          
8.332
20.981 174.814 179.184
1994, október     
8.258
21.048 173.814 173.814


    Eftirfarandi er yfirlit yfir aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og búnaði til þeirra árin 1986–1993 sem eiga að renna til Ríkisútvarpsins samkvæmt gildandi útvarpslögum:

Aðflutningsgjöld 1986–1993.



Framreikn.,


Á verðlagi

lánskjaravt.


Fjárhæðir eru í millj. kr.

hvers árs

í okt. 1994



1986 (var greitt)      153
,6
355 ,4
1987           358
,8
704 ,9
1988           120
,6
192 ,6
1989           147
,2
198 ,5
1990           182
,0
212 ,6
1991           223
,1
242 ,2
1992           230
,1
241 ,5
1993           268
,2
274 ,7
Samtals      1.530
,0
2.067 ,0

    Aðflutningsgjöld hafa aðeins verið greidd fyrir árið 1986, fyrsta ár gildandi útvarpslaga. Ríkisútvarpið hefur við afgreiðslu lánsfjárlaga fyrir árin 1987–1993 verið svipt aðflutningsgjöldum sem nema 2.067 millj. kr., miðað við verðlag í október 1994.