Ferill 159. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 159 . mál.


336. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um kostnað við rekstur svæðisstöðva Ríkisútvarpsins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver varð kostnaðurinn við rekstur svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á síðasta ári og hvað er áætlað að hann verði mikill á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun?
                  Óskað er eftir svofelldri sundurliðun fyrir hverja svæðisstöð fyrir sig:
         
    
    Útgjöld alls.
         
    
    Tekjur alls.
         
    
    Fjöldi stöðugilda.
         
    
    Hlutfall kostnaðar af heildarkostnaði við rekstur Ríkisútvarps, hljóðvarps.

    Hver eru áform Ríkisútvarpsins um rekstur svæðisstöðvanna og dagskrárgerðar á þeirra vegum, þar með talinn flutning starfa frá höfuðstöðvum stofnunarinnar til svæðisstöðvanna?

    Leitað var umsagnar Ríkisútvarpsins. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar voru heildarútgjöld vegna reksturs svæðisstöðva á sl. ári samtals 50.690.788 kr. Áætluð heildarútgjöld á þessu ári vegna svæðisstöðva eru 49.836.000 kr.
    Varðandi aðra þætti fyrirspurnarinnar um nánar tiltekna sundurliðun kostnaðar fyrir hverja svæðisstöð vísast til fylgiskjals.



Fylgiskjal.


Umsögn fjármáladeildar Ríkisútvarpsins.


(7. nóvember 1994.)



1. Kostnaður við rekstur svæðisstöðva Ríkisútvarpsins.

Svæðisútvarp Norðurlands:
Kr.

        Útgjöld 1993 *
    
30.872.109

        Sértekjur 1993     
0

        Áætlun 1993     
32.338.000

        Áætlun 1994     
31.429.000

        Hlutfall af heildarrekstrargjöldum hljóðvarps 1993     
4%

        Stöðugildi 1993     
9,8


Svæðisútvarp Vestfjarða:
        Útgjöld 1993 *
    
9.785.037

        Sértekjur 1993     
0

        Áætlun 1993     
9.440.000

        Áætlun 1994     
9.220.000

        Hlutfall af heildarrekstrargjöldum hljóðvarps 1993     
1,2%

        Stöðugildi 1993     
3,0


Svæðisútvarp Austurlands:
        Útgjöld 1993 *
    
10.033.642

        Sértekjur 1993     
153.545

        Áætlun 1993     
9.125.000

        Áætlun 1994     
9.187.000

        Hlutfall af heildarrekstrargjöldum hljóðvarps 1993     
1,3%

        Stöðugildi 1993     
3,4


*    Í gjöldum er ekki meðtalinn kostnaður vegna ýmiss sameiginlegs kostnaðar sem ekki er sundurliðaður, svo sem af yfirstjórn, innheimtu afnotagjalda, afskriftum, dreifikerfi o.fl.

2. Áform Ríkisútvarpsins um rekstur svæðastöðvanna.
    Gert er ráð fyrir að rekstur svæðastöðva verði á næstu árum með svipuðu sniði og umfangi og verið hefur undanfarin ár. Ákveðið hefur verið að á næsta ári verði ráðnir frétta- og dagskrárgerðarmenn á Vesturland og Suðurnes, einn á hvort svæði.