Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 240 . mál.


397. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um brunatryggingar, nr. 48/1994.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur rætt frumvarpið og kallað til viðtals frá heilbrigðis- og tryggingamála ráðuneyti Dögg Pálsdóttur skrifstofustjóra, frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga Axel Gíslason formann og Sigmar Ármannsson framkvæmdastjóra, frá Húsatryggingum Reykjavíkur Eyþór Fannberg forstöðumann og Hjörleif Kvaran, borgarlögmann Reykja víkurborgar, frá Fasteignamati ríkisins Magnús Ólafsson forstjóra og Elís Ragnarsson, forstöðumann rekstrarsviðs, Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóra í Vátryggingaeftirlit inu, Magnús Axelsson, formann Húseigendafélagsins, Jóhannes Gunnarsson, fram kvæmdastjóra Neytendasamtakanna, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann og Þórð H. Skúlason framkvæmdastjóra, Ágúst H. Elíasson, fram kvæmdastjóra Samtaka fiskvinnslustöðva, Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda, Jónas Fr. Jónsson, lögfræðing Verslunarráðs Íslands, og Ingvar Sveinbjörnsson, lögfræðing hjá Vátryggingafélagi Íslands. Þá studdist nefndin við skrif legar umsagnir frá borgarlögmanni Reykjavíkurborgar, Fasteignamati ríkisins, Sam bandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum fiskvinnslustöðva, Sambandi íslenskra sveit arfélaga, Stéttarsambandi bænda og Vátryggingafélagi Íslands.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Á eftir lokamálslið 2. gr. komi nýr málsliður er orðist svo: Rísi ágreiningur um bóta fjárhæð skal málinu skotið til gerðardóms sem ráðherra setur nánari ákvæði um í reglu gerð, sbr. 5. gr. laga þessara.

    Hér er lagt til að kveðið verði kveðið á um að ef vátryggjanda og vátryggingataka greinir á um bótafjárhæð í þeim tilvikum sem vátryggjandi telur brunabótamat greinilega hærra en markaðsverð húseignar þá verði málinu skotið til gerðardóms. Á grundvelli 5. gr. laga nr. 48/1994, um brunatryggingar, hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sett reglugerð nr. 484/1994, um lögboðna brunatryggingu húseigna. Kveðið er á um gerð ardóm í 4. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar sem hljóðar svo: „Rísi ágreiningur um brunabótamat eða bótafjárhæð má skjóta málinu til gerðardóms. Gerðardómur skal skipaður tveimur mönnum sem héraðsdómur í umdæmi því sem húseign er í tilnefnir hverju sinni. Skal annar þeirra fullnægja skilyrðum til að gegna starfi héraðsdómara. Fyrir kostnað vegna gerðardóms skal greiða samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra vátryggingamála setur. Kostnað við gerðardóm ber að jafnaði sá sem gerð gengur á móti.“ Nefndin vill leggja áherslu á að regla 2. gr. frumvarpsins er undantekningarregla og þau tilvik sem fallið gætu undir hana hafa að jafnaði verið tvö til þrjú á ári samkvæmt upplýsingum frá Vátryggingafélagi Íslands. Reglur um brunatryggingar húseigna byggja á þeirri meginreglu að eign sé endurbyggð og að húseigandi fái fullar bætur byggðar á brunabótamati. Und antekningarreglan kemur einungis til greina ef vátryggingartaki ákveður að endurbyggja ekki heldur fá andvirði húseignar sinnar greitt. Nefndin telur hins vegar nauðsynlegt að í lögum sé regla sem heimilar frávik frá brunabótamatsviðmiðun og bendir á að reglur um brunatryggingar húseigna hafa að ýmsu leyti sérstöðu innan vátryggingasviðsins. Í því sambandi má m.a. nefna að um er að ræða lögbundnar vátryggingar og grundvöllurinn, brunabótamatið, er metið af þriðja aðila. Þá bendir nefndin á að regla 2. gr. frumvarpsins er í samræmi við meginreglur vátryggingar samningalaga, nr. 20/1954, sem fela í sér að vátryggður fái raunvirði hlutar bætt miðað við þann tíma sem tjón verður.
    Þá vill nefndin taka fram að með tilkomu umsýslugjalds Fasteignamats ríkisins, sem kveðið er á um í 1. gr. frumvarpsins, mun stofnunin hætta að innheimta gjöld vegna afhendingar vott orða. Auk þess er stefnt að því að bæta þjónustu við viðskiptavini Fasteignamats ríkisins og end urbæta skráningarkerfi fasteigna. Nefndin leggur áherslu á að framangreind atriði eru forsenda fyrir álagningu umsýslugjaldsins.
    Talsverð umræða varð um það í nefndinni hvort orðin „að jafnaði“ í a-lið 1. gr. frumvarpsins ættu rétt á sér og fram kom það sjónarmið að orðalagið væri óskýrt. Nefndin leggur ekki til breytingu á ákvæðinu þar sem talið er nauðsynlegt að lögin geri ráð fyrir svigrúmi þannig að unnt verði í vissum tilvikum að fela dómkvöddum matsmönnum að annast fyrstu virðingu. Á það ekki síst við í hinum dreifðu byggðum landsins. Á hinn bóginn telur nefndin rétt að megin reglan verði sú að Fasteignamat ríkisins annist fyrstu virðingu þannig að samræmd vinnubrögð mótist á þessu sviði.

Alþingi, 16. des. 1994.



    Gunnlaugur Stefánsson,     Lára Margrét Ragnarsdóttir.     Ingibjörg Pálmadóttir,
    form., frsm.          með fyrirvara.

    Guðmundur Hallvarðsson.     Margrét Frímannsdóttir,     Sólveig Pétursdóttir.
         með fyrirvara.     

    Finnur Ingólfsson,     Sigríður A. Þórðardóttir.     Guðrún J. Halldórsdóttir,
    með fyrirvara.          með fyrirvara.