Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 305 . mál.


414. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um framkvæmd reglna er lúta að siglingamálum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1 .     Hvað líður framkvæmd eftirtalinna reglna og samþykkta:
                   a .     reglna um lyfjakistur í íslenskum fiskiskipum og þjálfun skipstjórnarmanna þar að lútandi (ESB 92/29),
                   b .     reglna um aðbúnað og hollustuhætti í vistarverum íslenskra fiskiskipa (með tilliti til ESB-reglna),
                   c .     svokallaðrar STCW-samþykktar sem lýtur að öryggi sæfarenda, sbr. lög nr. 47/ 1987,
                   d .     samþykktar um hafnareftirlit (Port State),
                   e .     reglna eða reglugerða um viðurkenningu á starfsemi alþjóðaflokkunarfélaga hér á landi?
     2 .     Í hvaða farvegi er sá hluti EES-samningsins er varðar skip og siglingar? Er af hálfu samgönguráðuneytis fylgst með framvindu væntanlegra tilskipana er lúta að sigl ingamálum með það í huga að tryggja eftir föngum íslenska hagsmuni?


Skriflegt svar óskast.