Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 305 . mál.


585. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um framkvæmd reglna er lúta að siglingamálum.

     1 .     Hvað líður framkvæmd eftirtalinna reglna og samþykkta:
                   a .     reglna um lyfjakistur í íslenskum fiskiskipum og þjálfun skipstjórnarmanna þar að lútandi (ESB 92/29),
                   b .     reglna um aðbúnað og hollustuhætti í vistarverum íslenskra fiskiskipa (með tilliti til ESB-reglna),
                   c .     svokallaðrar STCW-samþykktar sem lýtur að öryggi sæfarenda, sbr. lög nr. 47/ 1987,
                   d .     samþykktar um hafnareftirlit (Port State),
                   e .     reglna eða reglugerða um viðurkenningu á starfsemi alþjóðaflokkunarfélaga hér á landi?

    a. Tilskipun 92/29, sem tók gildi 31. desember 1994, fjallar um menntunarkröfur varðandi notkun lyfja og aðhlynningu sjúkra, aðstoð við sjófarendur vegna slysa og al menna heilbrigðisþjónustu lækna með fjarskiptum. Hún nær til atriða eins og lyfja og lækningatækja, þjálfunar skipverja og læknisráðgjafar með hjálp fjarskipta. Siglinga málastofnun ríkisins hefur haft tilskipunina til umfjöllunar og athugunar ásamt hags munaaðilum, þar á meðal Stýrimannaskólanum í Reykjavík og siglingamálaráði. Það er ljóst að til að fullnægja ákvæðum tilskipunarinnar um lágmarks öryggis- og hollustukröf ur vegna læknismeðferðar um borð í skipum þarf að gera breytingar á núverandi fyrir komulagi hérlendis. Tillögur að þeim breytingum eru nú í undirbúningi á vegum Sigl ingamálastofnunar, landlæknisembættisins og Stýrimannaskólans í Reykjavík. Vonast er til að þeirri vinnu ljúki áður en langt um líður.
    b. ESB-tilskipun nr. 93/103/EC um lágmarksöryggi og hollustuhætti um borð í fiski skipum tekur gildi 23. nóvember 1995 fyrir ný fiskiskip, en sjö árum síðar fyrir gömul fiskiskip. Í tilskipuninni er að finna ákvæði um smíði og búnað fiskiskipa svo og ákvæði um þjálfun þeirra manna sem eru um borð.
    Siglingamálaráð ákvað á sl. ári að fela vinnuhópi, sem í voru fulltrúar Siglingamála stofnunar ríkisins og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi, að gera drög að reglum um vistar verur áhafna fiskiskipa, öryggi og aðbúnað í samræmi við framangreinda tilskipun ESB.
    Sú reglugerð hefur nú verið samþykkt sem reglur um vistarverur áhafna fiskiskipa, ör yggi og aðbúnað í vinnu- og vinnslurýmum, dags. 23. janúar 1995.
    c. Alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöðu sjómanna (STCW) er frá árinu 1978 og tók gildi alþjóðlega 28. apríl 1984. Þann 30. mars 1987 samþykkti Alþingi lög nr. 47/1987, um framkvæmd alþjóðasamþykktarinnar, en í þeim eru m.a. heimildar ákvæði til handa ráðherra til að setja reglur til að framfylgja ákvæðum hennar. Á grund velli laganna skipaði samgönguráðherra nefnd til að undirbúa framkvæmd samþykktar innar hér á landi.
    Nefndin lagði m.a. til að gildandi lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna og vélstjórnarmanna og námsefni sjómannaskólanna yrði breytt og að settar yrðu reglur á grundvelli samþykktarinnar. Samgönguráðherra lagði fram frumvarp til laga hér að lút andi á tveimur þingum, en því miður náðu þau ekki fram að ganga. Nú liggja fyrir þinginu frumvörp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnar- og vélstjórnar manna og frumvarp til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa, þar sem m.a. er að finna ákvæði til samræmis við STCW-samþykktina. Er vonandi að frumvarpið nái fram að ganga á þessu þingi. Að öðru leyti er undirbúningi lokið við framkvæmd samþykktarinn ar, þar á meðal hafa sjómannaskólarnir breytt námskrám sínum til samræmis við sam þykktina.
    Á síðasta hausti fór samgönguráðuneytið þess á leit að utanríkisráðuneytið hlutaðist til um að fullgilda STCW-samþykktina og samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðu neytinu mun hún verða fullgilt á næstunni.
     Þess má geta hér að mjög brýnt er orðið að fullgilda STCW-samþykktina hér á landi og hafa íslenskir farmenn nú þegar átt erfitt með að fá atvinnu á erlendum skipum þar sem Ísland hefur ekki fullgilt hana. Eins og kunnugt er hefur atvinnutækifærum farmanna fækkað mjög hér á landi vegna fækkunar í kaupskipastól Íslendinga og því brýnna en ella fyrir stjórnvöld að auðvelda aðgang þeirra að atvinnu erlendis.
    d. Ákvæði um hafnarríkiseftirlit (Port State Control) er að finna í nokkrum alþjóða samningum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Þar má nefna alþjóðasamþykkt um ör yggi mannslífa á hafinu, alþjóðasamþykkt um varnir gegn mengun hafsins, alþjóða hleðslumerkjasamþykktin og STCW-samþykktin. Hafnarríkiseftirlit er í eðli sínu skyndiskoðanir um borð í erlendum skipum sem taka höfn hjá viðkomandi ríki. Tilgang urinn er sá að hindra siglingar vanbúinna skipa með því að kanna hvort t.d. búnaður þeirra, hleðsla og réttindi skipverja séu í samræmi við kröfur alþjóðasamninga. Í fram haldi af gildistöku þessara alþjóðasamninga gerðu nokkur Evrópuríki með sér samkomu lag í París 26. janúar 1982 um framkvæmd þessa eftirlits (kallað Parísarsamkomulagið). Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda aðildarríki sig til hafnarríkiseftirlits á 25% allra erlendra skipa sem koma til landsins. Samkomulagið nær aðeins að takmörkuðu leyti til fiskiskipa.
    Ísland hefur ekki fullgilt Parsísarsamkomulagið, eitt ríkja við Norður-Atlantshaf. Siglingamálastofnun ríkisins hefur engu að síður annast hafnarríkiseftirlit nokkur undan farin ár á grundvelli ákvæða í lögum um eftirlit með skipum og annarra alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Við það eftirlit hefur, eftir því sem við verður komið, verið beitt þeim aðferðum sem mælt er fyrir um í Parísarsamkomulaginu.
    Ýmsar ástæður eru fyrir því að Ísland hefur ekki fullgilt Parísarsamkomulagið og hafa verið skiptar skoðanir um þann ávinning sem aðild að samkomulaginu hefði fyrir Ísland. Aðildarútgerðir Sambands íslenskra kaupskipaútgerða hafa t.d. lýst því yfir að þær telji að lítill sem enginn ávinningur sé af staðfestingu á samkomulaginu, en staðfestingu fylgi hins vegar umtalsverðar skuldbindingar í mannafla og kostnaði.
    Þess má geta að innan ESB er unnið að undirbúingi að tilskipun um nánari fram kvæmd á Parísarsamkomulaginu. Fulltúar Íslands fylgjast með þeirri undirbúningsvinnu og verði hún hluti af EES mun Ísland að sjálfsögðu taka afstöðu til málsins.
    e. Reglugerð um viðurkenningu flokkunarfélaga vegna eftirlits með skipum er nr. 153/1993 og hafa fimm flokkunarfélög óskað eftir viðurkenningu hér á landi og umboð til að annast eftirlit og útgáfu skírteina skipa á grundvelli reglugerðarinnar. Undirbúning ur að samningi milli ráðuneytis og flokkunarfélaga er nú á lokastigi.

     2 .     Í hvaða farvegi er sá hluti EES-samningsins er varðar skip og siglingar? Er af hálfu samgönguráðuneytis fylgst með framvindu væntanlegra tilskipana er lúta að sigl ingamálum með það í huga að tryggja eftir föngum íslenska hagsmuni?
    Sá hluti EES-samningsins, sem fjallar um skip og siglingar, heyrir undir þjónustusvið og ákvæði um flutninga á sjó er að mestu leyti að finna í XIII. viðauka við samninginn, sem fjallar um sjóflutninga, landflutninga og almennt flug.
    Frá þessu eru nokkrar undantekningar þegar í hlut eiga reglur EES sem gilda um að búnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Þetta á t.d. við um reglurnar sem fjallað er um í 1. tölul. a.–b. í fyrirspurn þessari. Um þær er fjallað á sviði félagsmála, en að beiðni fulltrúa samgönguráðuneytisins fær sérfræðinganefnd EFTA á sviði samgöngumála einnig tillögur að þeirri löggjöf afhentar. Fulltrúar ráðuneytisins og Siglingamálastofnunar fylgjast hins vegar náið með þeirri löggjöf ESB sem hugsanlega getur varðað öryggi sjó manna.
    Löggjöf um sjóflutninga í upphaflega EES-samningnum fjallaði fyrst og fremst um frelsi til að veita þjónustu og aukinn markaðsaðgang innan aðildarríkjanna. Markmiðið er að efla siglingar og skipastól landanna. Að undanförnu hefur aukin áhersla verið lögð á öryggismál skipa og áhafna. Má þar nefna reglur um öryggi fiskiskipa, öryggi ferja, lág marksþjálfun áhafna og eftirlit með skipum. Þessar reglur eru yfirleitt í samræmi við ákvæði samninga Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar hér að lútandi, en ESB kýs að lög festa þær til að tryggja fullnægjandi framkvæmd í aðildarríkjum.
    Markmiðið með þessum reglum er að samræma kröfur um búnað skipa og menntun skipshafna í öllum aðildarríkjum EES.
    Við upphaflegan undirbúning EES-samningsins fékk samgönguráðuneytið til um sagnar og umfjöllunar allar þær gerðir sem undir það heyrðu. Fulltrúi ráðuneytisins tók virkan þátt í þeirri vinnu í samvinnu við fulltrúa hagsmunaaðila.
    Í 99. gr. samningsins um EES er kveðið á um að framkvæmdastjórn ESB skuli leita óformlega ráða hjá sérfræðingum EFTA-ríkjanna þegar undirbúningur hefst að nýrri lög gjöf innan gildissviðs EES. Sérfræðingar EFTA-ríkjanna geta því á frumstigi komið að áliti sínu á löggjöfinni, t.d. hvort hún er í samræmi við íslenska löggjöf, hvort við þurfum hugsanlega aðlögunartíma o.s.frv. Enn fremur á að vera tryggt að íslensk stjórnvöld fái upplýsingar um alla þá löggjöf á sínu sviði sem verður hluti af EES.
    Á grundvelli þessa ákvæðis tilnefndu EFTA-ríkin tengiliði við nefndir og sérfræðinga ESB fyrir öll svið samningsins. Ráðuneytið tilnefndi starfsmann Siglingamálastofnunar ríkisins sem þennan tengilið fyrir Íslands hönd á sviði siglingamála.
    Jafnframt fjalla sérfræðingar ráðuneyta um löggjöfina. Allt þetta starf er unnið í ná inni samvinnu við hagsmunaaðila.
    Samgönguráðuneytið og fulltrúar þess hafa tekið virkan þátt í undirbúningi þeirra ákvarðana (reglugerða, tilskipana o.s.frv.) er lúta að siglingamálum og teljast hluti af EES. Hér má t.d. nefna að í tilskipun um öryggi fiskiskipa, sem verður gefin út á næst unni, verða nokkur mikilvæg ákvæði sem eru til komin vegna þátttöku Íslands í undir búningi tilskipunarinnar.
    Það má því segja að með þessum hætti fylgist íslensk stjórnvöld náið með framvindu væntanlegrar löggjafar EES á sviði siglingamála og öryggismála sjómanna og leitist einnig við að hafa áhrif á þá löggjöf með það að markmiði að tryggja íslenska hagsmuni.