Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 367 . mál.


593. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um lög um yfirtökutilboð og önnur almenn tilboð í hlutafélög.

Frá Matthíasi Bjarnasyni.



     1 .     Hvers vegna hefur ráðherra ekki farið að fyrirmælum Alþingis sem fram koma í þingsályktun, sem samþykkt var 19. mars 1992, um að lagt verði fyrir 116. löggjafarþing frum varp um yfirtökutilboð og önnur almenn tilboð í hlutafélögum, þannig að slík lög gætu tek ið gildi 1. janúar 1993 og verndað félagsmenn og aðra sem hagsmuna eiga að gæta?
     2 .     Hvaða áhrif telur ráðherrann að það hafi haft fyrir minni hluta hluthafa í einstökum hlutafélögum, einkum fjölmennum félögum, að hafa ekki löggjöf sem tryggi rétt þeirra?